Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 57
Þ j ó ð a r s á l i n í k j ö l fa r f j á r m á l a h r u n s TMM 2013 · 4 57 Iðrunarguðfræðin og endurreisnin eftir Hrun Hér að framan hefur verið vikið að ýmsum áhöldum guðfræðinnar, hug- tökum, lykilsögnum og túlkunarlíkönum sem að gagni geta komið við greiningu á Hruninu 2008 og orðræðunni sem af því spratt. Að lokum skal vikið að guðfræðilegu stefi sem að gagni getur komið við það uppgjör og félagslega uppbyggingarstarf sem fram þarf að fara í kjölfar þess og þjóðin er stödd mitt í um þessar mundir. Á Hrun-tímanum var ör sagnmyndun í gangi í íslenska samfélaginu eins og oft er á umbrotatímum. Ein sagan sem sögð var fjallaði um útrásarvíking eða annan meintan geranda í Hruninu sem átti miða á sýningu í Þjóð- leikhúsinu. Hann mætti seint á staðinn líklega til að losna við óþægindi og þvingaðar aðstæður. Þegar hann gekk í salinn með föruneyti sínu var bekkur hans þétt setinn en sætin fyrir miðju. Fólkið gekk að enda bekkjar- ins en enginn stóð á fætur eða gerði því með öðru móti fært að ganga til sæta sinna. Ljósin slokknuðu. Farið var með hefðbundna þulu um farsíma. En í myrkrinu áður en tjaldið lyftist og sýningin hófst laumaðist víkingurinn og fólkið hans út. Ugglaust er þetta nútíma þjóðsaga enda lýtur hún hefðbundnum lög- málum slíkra sagna. Þær eru ekki hafðar eftir sögupersónu eða nafngreindu vitni heldur „áreiðanlegum“ en ótilteknum heimildarmönnum sem hafa átt að vera á staðnum. Þær lýsa atvikum sem gætu hafa gerst og ýmsir vildu að hefðu gerst en eru fremur ótrúlegar. Aftur á móti vísa þær tíðum til sam- félagslegs veruleika, hugarfars eða kennda á sögutímanum. Aðstæðurnar sem lýst er í ofangreindri sögn fjalla um félagslega útskúfun og einangrun. Maðurinn sem komst ekki til sætis síns var settur „utan garðs“. Honum var meinað að verða þátttakandi í því samfélagi sem safnast hafði saman til að njóta menningar, skemmtunar eða afþreyingar í þeim sameiginlega helgidómi sem Þjóðleikhúsið er. Hann var „bannfærður“. Þeim sáttmála sem vísað er til að ofan og kemur m.a. fram í mannasiðum hafði verið rift gagn- vart honum. Sá félagslegi veruleiki sem sagan vísar til er huliðshjúpurinn sem helstu gerendur í Hruninu hafa brugðið yfir sig. Þeir eru fæstir sýni- legir í íslensku samfélagi nema á sjónvarpsskjánum eða í tekjublöðunum, hafa flust til útlanda eða dregið sig í hlé á annan hátt. Frumkvæðið að einangruninni er ugglaust oftast frá þeim komið. Eigi að síður er líklegt að þeir finni sig ekki velkomna eða óþvingaða í íslensku samfélagi. Þessi staða vitnar um rofinn samfélagssáttmála í kjölfar glataðs trausts og virðingar. Spyrja má hvernig slíkur sáttmáli sé endurnýjaður í samskiptum við þá sem útilokaðir hafa verið eða sagt hafa sig úr lögum við samfélag sitt. Þar er vísast um ýmsar leiðir að ræða en guðfræðin getur bent á a.m.k. eina færa leið sem margreynd er og sótt er til klassísks iðrunar- og skriftaferlis kirkjunnar. Ferli þessu má skipta í fjögur afmörkuð skref. Hið fyrsta þeirra felst í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.