Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 85
Þ v o t t a h ú s i ð í B a r s e l ó n a TMM 2013 · 4 85 mér í áttina að kaffisalanum en það sló barnið ekki út af laginu. Loks kallaði mamman drenginn til sín og brosti afsakandi í áttina að mér. Mér létti. Ég kunni ekkert á börn. Talar einhver við ókunnug börn nema geðsjúklingar? Myndi mamman ekki halda að ég væri bölvaður barnaníðingur ef ég yrti á hann. Eða kannski vissu svona austur-evrópskar konur ekkert um svoleiðis. Með allt önnur viðmið en konurnar heima. Engin eðlileg mörk til eftir að múrinn hrundi til grunna, bara allir að ríða öllu sem hreyfðist og allt í ógeði og rugli. Ábyggilega ástæðan fyrir því að hún hafði flúið hingað til Barselóna með krakkann. Nú nálgaðist drengurinn aftur. Hann prílaði upp á hinn enda bekkjarins og góndi forvitinn á mig, stórum brúnum augum. Kannski saknaði hann pabba síns. Ef hann vissi þá hvað það væri að eiga pabba eða alvöru fjöl- skyldu. Ég ákvað að reyna aðra aðferð til að losna við hann. Ég fór að góna frekjulega á móti. Það var ekki góð hugmynd. Hann brosti og færði sig nær. Það var þá sem ég tók eftir blóðinu. Fyrst hélt ég að þetta væru bara óhreinindi undan kvikum barnaskóm. Svo sá ég að þetta voru horblandaðir blóðtaumar. Krakkinn hafði skilið eftir slímugar klessur út um allan bekk- inn. Í sömu mund tók mamman eftir því á hvað ég var að horfa. Hún henti frá sér þvottakörfu og tók til við að þrífa bekkinn með pappírsþurrkum sem hún dró upp úr skítugri beltisbuddu. Þurrkurnar lituðust um leið og fyrr en varði var ruslakarfan við enda bekkjarins yfirfull af blóðugum pappír. Ég þokaði mér ennþá fjær. Fyrr en varði var ég kominn alveg út á hinn enda bekkjarins. Blóðnasir drengsins jukust ef eitthvað var. Nú lituðu stakir dropar bein- hvítar gólfflísarnar. Mamman afsakaði sig á þessu hrognamáli sínu en samt var eins og henni fyndist þetta ekkert tiltökumál. Svona væri þetta bara. Svona átti fullorðið fólk að sætta sig við. Ég fann ógeðið magnast upp í mér. Ég átti auðvitað að vorkenna þeim en þetta var bara svo mikill viðbjóður. Ég varð að gera eitthvað. Segja eitthvað. Hospital, sagði ég og benti á krakkann. Af hverju farið þið ekki til læknis? Mamman brosti og kinkaði kolli, bablandi einhverja vitleysu. Fannst sjálf- sagt að ég væri að gera of mikið úr þessu, að þetta kæmi mér í raun ekki við. Hún snýtti stráknum aftur og lét þurrkuna falla á gólfið því ruslakarfan tók ekki við meiru. Krakkinn brosti og teygði fram skítuga fingur eins og til að lýsa því yfir að hann ætlaði að nálgast mig aftur. Snerta mig. Ég rétti úr mér og horfði í hina áttina. Teygði hálsinn þangað til ég sá móta fyrir spegilmynd minni í gljáfægðum kaffisjálfsalanum. Gat verið að hárið væri farið að þynnast, kollvikin að hækka? Nú fann ég að krakkinn var kominn alveg upp að bakinu á mér. Eftir augnablik myndi hann snerta mig og skilja eftir blóðug för á hvítum Sigur- rósarbolnum. Í þetta sinn ætlaði ég að láta eins og hann væri ekki til. Sama hvað.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.