Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 118

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 118
D ó m a r u m b æ k u r 118 TMM 2013 · 4 komin á dagskrá í háskólakennslu. En þá er ótalið framlag höfundarins sjálfs. Annan ágúst árið 2011, rúmu ári áður en bókin kom út, birti Eiríkur Örn eftir- farandi klausu á bloggi sínu undir yfir- skriftinni „Eitt“: Sumarið 2008 byrjaði ég að skrifa skáldsögu sem kemur vonandi út haustið 2012. Skáldsagan heitir Illska en er ekki eiginlegt framhald bókarinnar Gæsku, sem kom út árið 2009. Einhvern tíma í haust – líklega seint – mun ég ljúka fyrsta uppkasti að Illsku. Þessu bloggi er ætlað að fjalla um vinnuna við Illsku, allt það sem hefur truflað mig og truflar mig enn (það eru nokkrir mánuðir í fyrsta hand- rit). Það fyrsta sem ég vil segja er þetta: Ég óttast ekki bara að mér takist ekki að skrifa þessa bók; ég óttast að mér takist ekki einu sinni að blogga um hana.3 Fram í apríl árið 2012 birti Eiríkur svo áttatíu númeraðar færslur um bókina. Bloggið hélt áfram eftir að hún kom út og þar hafa ekki aðeins birst fréttir af viðtökum bókarinnar heldur einnig áframhaldandi vangaveltur höfundar um hana og kaflar úr handritinu á fyrri stigum sem ekki rötuðu í lokagerðina. Hvar endar skáldsagan Illska? mætti spyrja. Eða endar hún kannski ekki. Má líta á hana (og aðrar skáldsögur í vax- andi mæli) sem opið kerfi, nokkurs konar organisma sem teygir sig um net- heima og aðra heima. Rannsóknir á tengslum milli ævi höf- undar og ætlunar hans með texta sínum hafa ekki átt upp á pallborðið í bók- menntafræði síðustu áratuga. Á hinn bóginn má halda því fram að persóna höfundarins, eins og hún birtist okkur á netinu og í kjötheimum, skipti sífellt meira máli, ekki bara fyrir markaðs- setningu bóka heldur alla viðtöku þeirra, þá merkingu sem þær taka á sig og þann farangur sem hengdur er á þær. Danski bókmenntafræðingurinn Jon Helt Haarder hefur fjallað um það sem hann kallar á dönsku „performativ bio- grafisme“ eða ævisögulega gjörninga í samtímabókmenntum og listum. Haar- der bendir á hvernig listamenn í sam- tímanum nota eigin ævi og persónu á margvíslegan hátt í textum og öðrum listaverkum, leika með skilin milli þess einkalega og opinbera.4 Líf Illsku utan spjalda skáldsögunnar sjálfrar má sjá í þessu ljósi. Eiríkur Örn er virkur þátt- takandi í viðtökum eigin verks og stígur þar dans við lesendur sína og gagnrýn- endur. Þetta ytra líf sögunnar má svo tengja enn einum þræði hennar, Illsku sem sjálfssögu (metafiction). Á nokkrum stöðum tekur textinn sjálfur til máls og bendir á sjálfan sig: Hæ! Halló! L-E-S-A! Halló! Ertu ennþá að fylgjast með? Þetta er textinn. Við erum textinn. Ég ætla að segja þér upp og ofan af þriðja ríkinu. Ekki slökkva á bókinni! (10) Þetta er textinn í bókinni. Ég er textinn, ég er bókin og ég er að skrifa textann í bókinni. Ég er ekki höfundur bókarinnar. Eiríkur er höfundur bókarinnar (þið getið hringt í hann og fengið það staðfest, ef þarf). Allt er eins og Hitler. (118) Þessi sjálfsvísun er hluti af margröddun textans, bætir við og bendir á fjölbreyti- leika hans og breidd. Illska er pólitísk skáldsaga, söguleg skáldsaga, uppvaxt- arsaga, drengjasaga og fleira til en sjálfs- vísunin minnir okkur á að hún er líka tilraun um skáldsögu, um form skáld- sögunnar og möguleika þess í samtím- anum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.