Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 119
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 4 119 Úlfur, lamb og heypoki Agnes þýðir hin hreina og í kaþólskri trú er heilög Agnes meðal annars vernd- ardýrlingur hreinna meyja. Vegna lík- inda nafnsins við latneska orðið fyrir lamb – agnus – er heilög Agnes ávallt sýnd á myndum með lamb. Það má leika sér með þessi líkindi. Agnes er lambið, Arnór úlfurinn, Ómar heypokinn. Að minnsta kosti virðast samböndin þeirra á milli lúta svipuðum lögmálum og í gátunni gömlu og þegar þau eru öll komin saman getur ekki farið nema illa. Agnes elskar Ómar en svik hennar eitra líf hans og þeirra beggja. Arnór virðist líka elska Agnesi en sú ást er tortímandi og getur aldrei orðið grundvöllur að framtíðarsambandi. Sagan af samskiptum þeirra, bæði ástum og hatri, er sögð samhliða sög- unni af helförinni í Jurbarkas. Það er ekki óþekkt aðferð, að flétta saman stóra sögu og litla, makrókosmos og míkrókosmos, þá þykir tilheyra að sög- urnar endurspegli hver aðra á einhvern hátt og „gangi upp“, eins og sagt er. Að einhverju leyti má sjá slíka endurspegl- un í Illsku. Agnes heldur framhjá Ómari, Ómar nauðgar (og er nauðgað), Arnór verður móður sinni að bana. Öll særa þau fólk sem stendur þeim nærri. En að frátöldum Arnóri og móðurmorð- inu er hæpið að segja að persónur sög- unnar í nútímanum stjórnist af illsku. Kannski leiðir leit að slíkri endurspegl- un milli stóru sögunnar og þeirrar pers- ónulegu okkur á villigötur. Það er hæpið að líta svo á að einfaldur boðskapur sög- unnar sé alls staðar eins í fyrirsjáanleika sínum. Að mati þess sem hér ritar er nær að skoða gerðir persóna í sögunni í samhengi við aðferð hennar í heild. Sögumaður leiðir fram margs konar „illsku“, mismikla, mismeðvitaða og misafdrifaríka. Sagan er ekki rannsókn á illskunni sem einsleitum frumkrafti eða erfðasynd sem býr í öllum og bíður þess aðeins að brjótast út heldur birtir hún margs konar tilbrigði samskipta persónanna í sögunni, allt frá kærleika, eða skilyrðislausri ást, yfir í hreina illsku og skeytingarleysi. Tveir smábæir á 20. öld Saga Arnórs er að mörgu leyti ólík sögu þeirra Ómars og Agnesar. Þau eiga sér sameiginlega sögu sem er vörðuð atburðum og persónum úr megin- straumsmenningu á Íslandi frá því á níunda áratugnum. Þótt langt sé á milli þeirra þekkja þau sömu fegurðardrottn- ingarnar, sama pólska handboltaþjálfar- ann, gamlar nýjungar í samskiptatækni eins og ircið og fleira í þeim dúr. Þótt Arnór sé ekki nema sjö árum eldri en Agnes er eins og hann komi úr öðrum tíma. Hann elst upp á Ísafirði og allar lýsingar sögunnar á umhverfi hans og móður hans, Siggu Dós, bera keim af veröld sem var. Í stað leikjatölva og sjón- varps lifir Arnór í heimi þar sem leyni- félög stráka og átök milli hópa úr ólík- um bæjarhlutum setja svip á lífið. Að öðru leyti lifir hann í bókum og getur þannig ræktað með sér sérvisku og skoðanir sem leiða hann í aðrar áttir en jafnaldrana. Látum liggja á milli hluta hversu raunsætt þetta er (sem jafnaldri Arnórs, alinn upp á Ísafirði, m.a. í sömu blokk og hann er látinn búa í, efast ég um það). Að einhverju leyti þjónar þetta þeim tilgangi að tengja Arnór sterkar 20. öldinni en hin tvö og þar með við þá atburði sem mynda hinn meginhluta sögunnar, helförina í öðrum smábæ: Jurbarkas í Litháen. Kannski er speglun- in milli tímaskeiðanna tveggja sterkust í sögu Arnórs, hann er eins og draugur í (mannkyns)sögunni, nasistinn sem endur fæðist í nýjum smábæ. Jurbarkaskaflarnir eru meðal þeirra átakanlegustu í sögunni. Þar er lýst
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.