Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 122

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 122
D ó m a r u m b æ k u r 122 TMM 2013 · 4 en tónlist og textagerð kemur nokkuð við sögu. Nokkuð öruggt má þó telja að maðurinn sé staddur í Svíþjóð og sömu- leiðis kemur fram að borg hinna dul- búnu storma er höfuðborg Argentínu, Buenos Aires. En fjallar bréfið um sorg? Vissulega er í því tregi, einskonar harmur sem tengist börnum, en horfin börn og börn sem ekki eru til stinga reglulega upp kollinum. Treginn gæti líka tengst ást, eða skorti á henni, en eitt þema verksins eru eldspýtur og kveiktir eða slökktir eldar. Það sem mér finnst þó helst ein- kenna verkið er fjarvera eða fjarlægð. Þetta kemur auðvitað til af því að það er greinileg fjarlægð milli bréfritara og viðtakanda bréfsins, jafnvel öllu meiri en allajafna einkennir slík skrif, en fjar- lægðin felst líka í því hvernig ljóðmæl- andi skoðar sjálfa sig og umhverfi sitt. Hún lýsir líkama sínum sem hylki og skoðar mannlífið sem áhorfandi frekar en þátttakandi. Í einu ljóðinu er fjarlægðin rædd: fjarskinn er samt sorglegt orð einhvern veginn eins og skinn sem er fjarri5 Hér kemur húðin við sögu, en myndmál húðar og skinns er víða. Húðin flagnar af bréfritara eftir sólbruna og í einu ljóðinu veltir hún fyrir sér að strengja húð sína í lampaskerm: „hefurðu séð rafperu / glóa bakvið húð æðaberrar manneskju?“6 Því þrátt fyrir að fjarskinn sé alltum- vefjandi er ljóðmælandi stöðugt að reyna að skapa tengsl, snertingu og húðin leikur þar hlutverk bæði sem milliliður og girðing. Ljóðabálkurinn hefst á einskonar inngangsljóði um hamskera (sem mögulega er leigubíl- stjóri) sem „höndlar inn að / skinni“.7 Hann hvæsir á ljóðmælanda: „allir vilja vera einhverjir, / en mesta / áskorunin er að verða enginn“.8 Að einhverju leyti reynir ljóðmælandi að vera enginn og bréfið virkar því sem tilraun til útþurrk- unar, strokleður sem eru: bönnuð innan þriggja ára ef smábörn kokgleypa þau strokast út örsmá og óþroskuð innyfli og ekki viljum við það, blý mega hins vegar allir éta eins og þeir geta í sig látið9 Skrif eru þannig eitt þema verksins og skordýr skríða „inn í ritvélina / meðan ég hamra þetta“.10 Margskonar áreiti mótar í sífellu skrifin sem verða fyrir vikið nokkuð sundurleit og ört er skipt milli sviða. Það er auðvitað vel við hæfi, bréfið er ritform sem beinlínis býður upp á slíkt. Borgin leikur einnig mikilvægt hlut- verk í þessum leik að fjarveru, en hún er gríðarlega stór og ljóðmælandi eigrar um ólík svið hennar og bregður upp ótal myndum af mannlífi. En borgin er líka einskonar hamur sem bréfritari bregður um sig: það eru engir veggir í þessari borg einungis dýpi þú sekkur í nafnlaust port þar sem múrhúð er þín eigin húð, nautabein eru þín bein […]11 Hina dulbúnu storma er freistandi að lesa í ljósi þeirrar tilfinningalegu hring- iðu sem einkennir textann svo mjög, en þrátt fyrir að ég tali hér um fjarveru sem einkenni ljóðsins, þá fer því fjarri að textinn sé fjarrænn, heldur er fjar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.