Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 133
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2013 · 4 133
ljúga, allir blekkja. Það að vita hvenær á
að ljúga, að hverjum og hversu miklu, er
hluti þeirrar félagsfærni sem talin er
mönnum nauðsynleg til fullrar þátttöku
í samfélaginu. Skortur á þessari félags-
færni er meðal þess sem hamlar þeim
sem greindir eru með Asberger-heil-
kenni, en þeir gera sér ekki grein fyrir
því að „oft má satt kyrrt liggja“ (Att-
wood 2002, 3) sem er annað orðatiltæki
sem við erum öll alin upp við og hirða
fáir um þann tvískinnung sem felst í því
að fara eftir níunda boðorðinu og lifa
eftir þessu þagnarboði.
Þetta er áhugaverð mótsögn. Hvert
barn veit að það má ekki ljúga, en eftir
því sem það eldist og þroskast kemst það
að því að maður verður að ljúga. Það er
stöðubundið hvenær er ljótt að ljúga.
Heimspekingurinn Nietzsche fjallar um
þessa mótsögn í ritgerð sem nefnist Um
sannleika og lygi í ósiðrænum skilningi,
og birtist í íslenskri þýðingu í Skírni
árið 1993. Þar ræðir hann friðarsáttmála
mannanna sem gegnir þeim tilgangi að
fólk geti komið sér saman um ákveðin
gildi og þar með ákveðinn sannleika
sem forðar því að allir séu í stríði við
alla út af „sjálfsögðum hlutum“. Lygar-
inn er þá sá sem rýfur þennan friðar-
sáttmála með því að ljúga röngum hlut-
um á röngum tíma að röngu fólki
(Nietzsche 1993, 17).
Í samfélaginu eru óskráðar og skráð-
ar reglur sem langflestir fara eftir. Gott
dæmi um slíka reglu er að „rautt ljós
þýðir stopp“. Flestir virða þessa reglu, en
það er þó auðvelt að brjóta hana ef ekk-
ert kemur í veg fyrir að farið sé yfir á
rauðu ljósi, nema vitneskjan um að það
sé bannað. Afleiðingarnar geta líka
orðið alvarlegar fyrir þann sem lendir í
bílslysi af því að einhver annar brýtur
þessa reglu. Hann hefur brugðist því
trausti sem áður var sjálfsagt og við-
komandi getur átt erfitt með að treysta
því að aðrir þátttakendur í umferðinni
brjóti ekki reglurnar hvar sem er og
hvenær sem er. Heimspekingurinn Alt-
husser skýrir þetta með því að segja að
flestir þegnar samfélagsins fari að þess-
um reglum sjálfir, nema vondu þegn-
arnir sem af og til brjóta gegn kerfinu
og verða sér þannig úti um refsingu.
(Althusser, 1971, 134). Þeir sem brjótast
út úr mynstrinu eru „vondir þegnar“
samfélagsins og virka illa innan þess.
Þetta getur bæði gerst þegar fólk lýgur
of lítið (eins og í tilfelli Asberger-fólks-
ins sem minnst var á hér að ofan) og
eins þegar fólk fer yfir strikið í hina átt-
ina, lýgur of mikið og rýfur þar með
friðarsáttmála samfélagsins.
Í bókinni Hvítfeld – fjölskyldusaga
eftir Kristínu Eiríksdóttur er þessi frið-
arsáttmáli samfélagsins meginþema.
Hvaða lygar á að segja og hvenær? Af
hverju lýgur fólk að sjálfu sér og öðrum?
Lygar mæðgnanna Jennu og Huldu
tengjast persónulegum ástarútópíum
þeirra beggja. Lygar Jennu eru óásætt-
anlegar samfélaginu, en flestar lygar
Huldu falla inn í friðarsáttmála sam-
félagsins. Samt eru lygar Huldu ekki
síður skaðlegar en Jennu. Í báðum til-
fellum er um sviðsetningu að ræða.
Hvað er það sem gerir Huldu að góðum
þegni en Jennu að vondum?
Ef ekkert er til nema yfirborðið
Flestir þegnar samfélagsins sviðsetja sig
á einhvern hátt. Dæmi um það er vefsíð-
an Facebook, þar sem venjuleg mann-
eskja getur sviðsett líf sitt eins og henni
hentar, sleppt því t.d. að minnast á leti
sína og ómennsku en dregið fram dugn-
að sinn og mannkosti. Manneskjan
setur fram líf sitt eins og henni finnst
það ætti að vera. Kjarni útópíunnar,
þráin eftir betra lífi (Viera, 2010, 7) býr
nefnilega í flestum og eins löngunin til
þess að láta aðra halda að líf þeirra sé í