Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 133

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 133
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 4 133 ljúga, allir blekkja. Það að vita hvenær á að ljúga, að hverjum og hversu miklu, er hluti þeirrar félagsfærni sem talin er mönnum nauðsynleg til fullrar þátttöku í samfélaginu. Skortur á þessari félags- færni er meðal þess sem hamlar þeim sem greindir eru með Asberger-heil- kenni, en þeir gera sér ekki grein fyrir því að „oft má satt kyrrt liggja“ (Att- wood 2002, 3) sem er annað orðatiltæki sem við erum öll alin upp við og hirða fáir um þann tvískinnung sem felst í því að fara eftir níunda boðorðinu og lifa eftir þessu þagnarboði. Þetta er áhugaverð mótsögn. Hvert barn veit að það má ekki ljúga, en eftir því sem það eldist og þroskast kemst það að því að maður verður að ljúga. Það er stöðubundið hvenær er ljótt að ljúga. Heimspekingurinn Nietzsche fjallar um þessa mótsögn í ritgerð sem nefnist Um sannleika og lygi í ósiðrænum skilningi, og birtist í íslenskri þýðingu í Skírni árið 1993. Þar ræðir hann friðarsáttmála mannanna sem gegnir þeim tilgangi að fólk geti komið sér saman um ákveðin gildi og þar með ákveðinn sannleika sem forðar því að allir séu í stríði við alla út af „sjálfsögðum hlutum“. Lygar- inn er þá sá sem rýfur þennan friðar- sáttmála með því að ljúga röngum hlut- um á röngum tíma að röngu fólki (Nietzsche 1993, 17). Í samfélaginu eru óskráðar og skráð- ar reglur sem langflestir fara eftir. Gott dæmi um slíka reglu er að „rautt ljós þýðir stopp“. Flestir virða þessa reglu, en það er þó auðvelt að brjóta hana ef ekk- ert kemur í veg fyrir að farið sé yfir á rauðu ljósi, nema vitneskjan um að það sé bannað. Afleiðingarnar geta líka orðið alvarlegar fyrir þann sem lendir í bílslysi af því að einhver annar brýtur þessa reglu. Hann hefur brugðist því trausti sem áður var sjálfsagt og við- komandi getur átt erfitt með að treysta því að aðrir þátttakendur í umferðinni brjóti ekki reglurnar hvar sem er og hvenær sem er. Heimspekingurinn Alt- husser skýrir þetta með því að segja að flestir þegnar samfélagsins fari að þess- um reglum sjálfir, nema vondu þegn- arnir sem af og til brjóta gegn kerfinu og verða sér þannig úti um refsingu. (Althusser, 1971, 134). Þeir sem brjótast út úr mynstrinu eru „vondir þegnar“ samfélagsins og virka illa innan þess. Þetta getur bæði gerst þegar fólk lýgur of lítið (eins og í tilfelli Asberger-fólks- ins sem minnst var á hér að ofan) og eins þegar fólk fer yfir strikið í hina átt- ina, lýgur of mikið og rýfur þar með friðarsáttmála samfélagsins. Í bókinni Hvítfeld – fjölskyldusaga eftir Kristínu Eiríksdóttur er þessi frið- arsáttmáli samfélagsins meginþema. Hvaða lygar á að segja og hvenær? Af hverju lýgur fólk að sjálfu sér og öðrum? Lygar mæðgnanna Jennu og Huldu tengjast persónulegum ástarútópíum þeirra beggja. Lygar Jennu eru óásætt- anlegar samfélaginu, en flestar lygar Huldu falla inn í friðarsáttmála sam- félagsins. Samt eru lygar Huldu ekki síður skaðlegar en Jennu. Í báðum til- fellum er um sviðsetningu að ræða. Hvað er það sem gerir Huldu að góðum þegni en Jennu að vondum? Ef ekkert er til nema yfirborðið Flestir þegnar samfélagsins sviðsetja sig á einhvern hátt. Dæmi um það er vefsíð- an Facebook, þar sem venjuleg mann- eskja getur sviðsett líf sitt eins og henni hentar, sleppt því t.d. að minnast á leti sína og ómennsku en dregið fram dugn- að sinn og mannkosti. Manneskjan setur fram líf sitt eins og henni finnst það ætti að vera. Kjarni útópíunnar, þráin eftir betra lífi (Viera, 2010, 7) býr nefnilega í flestum og eins löngunin til þess að láta aðra halda að líf þeirra sé í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.