Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 146

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 146
D ó m a r u m b æ k u r 146 TMM 2013 · 4 særingum og typpasogi, rúnaristum og rassasleikingum á fjármálahrímþursum á glæstum lúxushótelum, ráðstefnum, koníaksstofum eftir stífa kjötþunga mál- tíð og drykkju, í spaðdofa og ógleði og brennivínsdauða – þá er skrifað undir, landið selt erlendum stórfyrirtækjum sem mergsjúga jörðina, bara einhvern- veginn á hvolfi með buxurnar á hælunum … allt er þetta mjög svo loðið á milli lappanna og illa lyktandi. (169) Sögumanni berst stuðningur í náttúru- verndarhugsun sinni úr óvæntri átt, þótt á ólíkum forsendum sé, þegar þjóðernis- sinninn Járngrímur hefur vinnu í Fleski & síðu. Sókrates þekkir þar aftur þann mann sem tók við af honum sjálfum á forsíðu DV; hann er talsmaður félags- skapar sem kallar sig Hvíta Ísland og berst gegn innflytjendum og fyrir íslensku þjóðerni og náttúru. Járngrím- ur leiðir Sókrates á fund félaga sinna í Hvíta Íslandi sem og í hóp Ásatrúar- manna. Sókrates lendir – með þjóðern- isinnum – í átökum við annað fólk í 1. maí göngu sem umturnast í ofbeldi og náttúruhamfarir – og magnaðar eru hugflæðislýsingar höfundar á þeim átökum (sjá bls. 476–491). Slíkt hugflæði kemur víða fyrir í bókinni, setningar afmarkaðar með skástrikum og minnir á mörg ljóða Ófeigs. Svo fer líka að Sókrates gengur í Ásatrúarfélagið og eru skrautlegar lýsingar á þeim félagsskap í bókinni. Hér að framan minntist ég á að í ein- staka köflum rynni efnið á skeið sem hefði ef til vill farið betur á að hafa meira taumhald á. Svo dæmi séu tekin má nefna að einstaka kaflar bókarinnar standa nær fyrirlestraformi en skáld- skap (eða fyrirlestrum með skáldskap- arívafi), til að mynda mætti nefna lang- an kafla þar sem sögumaður fjallar um ræðu Halldórs Laxness um Kjarval og kafla þar sem allsherjargoðinn Jörmun- rekur fræðir sögumann um ásatrú og Ásatrúarsöfnuðinn. Þá má nefna nokkra kafla þar sem lýst er drykkjutúrum sögumanns og sambýlinga hans á Létt- vínsbarnum sem flestir enda í ofdrykkju og ofbeldi. V Eins og ljóst má vera af því sem hér hefur verið rætt er þetta skáldverk Ófeigs Sigurðssonar fyrst og fremst breið og margslungin samfélagslýsing, lýsing á íslensku samfélagi fyrir hrun, séð í spéspegli. Sem tíðarandalýsing er bókin afar vel heppnuð og mætti tiltaka ótal fleiri dæmi úr henni þar sem sýnt er inn í kjarna þeirrar neysluhyggju sem varð þjóðinni að falli fyrir örfáum árum. En verkið er einnig stórgóð lýsing á tilvistarkreppu ungs manns sem geng- ur illa að fóta sig í tilverunni og finna sinn stað. Ófeigur heldur svo sannarlega mörgum boltum á lofti í einu í Land- vættum og ógerlegt að gera þeim öllum skil hér. Að lokum skal minnst á það hversu vel bókin er upp byggð; hún er í fjórum hlutum sem bera yfirskriftirnar: Helfró, Heljarslóðir, Háborg íslenzkrar menningar og Heiðindómur. Hver hluti samanstendur af 9 köflum og hefur sína áherslupunkta sem falla þó allir vel saman í eina heild. Og þá býður hún einnig upp á óvænt endalok. Höfundur hleypur vissulega víða nokkuð útundan sér en það breytir því ekki að Landvætt- ir eru að flestu leyti afbragðs skáldverk sem sýnir enn og aftur að Ófeigur Sig- urðsson er einn þeirra rithöfunda okkar sem binda má mestar vonir við í fram- tíðinni. Tilvísanir 1 Sjá „Að verksmiðjuvæða lífið.“ Viðtal við Ófeig Sigurðsson. Fréttablaðið 20. des. 2012.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.