Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 146
D ó m a r u m b æ k u r
146 TMM 2013 · 4
særingum og typpasogi, rúnaristum og
rassasleikingum á fjármálahrímþursum
á glæstum lúxushótelum, ráðstefnum,
koníaksstofum eftir stífa kjötþunga mál-
tíð og drykkju, í spaðdofa og ógleði og
brennivínsdauða – þá er skrifað undir,
landið selt erlendum stórfyrirtækjum
sem mergsjúga jörðina, bara einhvern-
veginn á hvolfi með buxurnar á hælunum
… allt er þetta mjög svo loðið á milli
lappanna og illa lyktandi. (169)
Sögumanni berst stuðningur í náttúru-
verndarhugsun sinni úr óvæntri átt, þótt
á ólíkum forsendum sé, þegar þjóðernis-
sinninn Járngrímur hefur vinnu í Fleski
& síðu. Sókrates þekkir þar aftur þann
mann sem tók við af honum sjálfum á
forsíðu DV; hann er talsmaður félags-
skapar sem kallar sig Hvíta Ísland og
berst gegn innflytjendum og fyrir
íslensku þjóðerni og náttúru. Járngrím-
ur leiðir Sókrates á fund félaga sinna í
Hvíta Íslandi sem og í hóp Ásatrúar-
manna. Sókrates lendir – með þjóðern-
isinnum – í átökum við annað fólk í 1.
maí göngu sem umturnast í ofbeldi og
náttúruhamfarir – og magnaðar eru
hugflæðislýsingar höfundar á þeim
átökum (sjá bls. 476–491). Slíkt hugflæði
kemur víða fyrir í bókinni, setningar
afmarkaðar með skástrikum og minnir
á mörg ljóða Ófeigs. Svo fer líka að
Sókrates gengur í Ásatrúarfélagið og eru
skrautlegar lýsingar á þeim félagsskap í
bókinni.
Hér að framan minntist ég á að í ein-
staka köflum rynni efnið á skeið sem
hefði ef til vill farið betur á að hafa
meira taumhald á. Svo dæmi séu tekin
má nefna að einstaka kaflar bókarinnar
standa nær fyrirlestraformi en skáld-
skap (eða fyrirlestrum með skáldskap-
arívafi), til að mynda mætti nefna lang-
an kafla þar sem sögumaður fjallar um
ræðu Halldórs Laxness um Kjarval og
kafla þar sem allsherjargoðinn Jörmun-
rekur fræðir sögumann um ásatrú og
Ásatrúarsöfnuðinn. Þá má nefna nokkra
kafla þar sem lýst er drykkjutúrum
sögumanns og sambýlinga hans á Létt-
vínsbarnum sem flestir enda í ofdrykkju
og ofbeldi.
V
Eins og ljóst má vera af því sem hér
hefur verið rætt er þetta skáldverk
Ófeigs Sigurðssonar fyrst og fremst
breið og margslungin samfélagslýsing,
lýsing á íslensku samfélagi fyrir hrun,
séð í spéspegli. Sem tíðarandalýsing er
bókin afar vel heppnuð og mætti tiltaka
ótal fleiri dæmi úr henni þar sem sýnt
er inn í kjarna þeirrar neysluhyggju sem
varð þjóðinni að falli fyrir örfáum
árum. En verkið er einnig stórgóð lýsing
á tilvistarkreppu ungs manns sem geng-
ur illa að fóta sig í tilverunni og finna
sinn stað. Ófeigur heldur svo sannarlega
mörgum boltum á lofti í einu í Land-
vættum og ógerlegt að gera þeim öllum
skil hér. Að lokum skal minnst á það
hversu vel bókin er upp byggð; hún er í
fjórum hlutum sem bera yfirskriftirnar:
Helfró, Heljarslóðir, Háborg íslenzkrar
menningar og Heiðindómur. Hver hluti
samanstendur af 9 köflum og hefur sína
áherslupunkta sem falla þó allir vel
saman í eina heild. Og þá býður hún
einnig upp á óvænt endalok. Höfundur
hleypur vissulega víða nokkuð útundan
sér en það breytir því ekki að Landvætt-
ir eru að flestu leyti afbragðs skáldverk
sem sýnir enn og aftur að Ófeigur Sig-
urðsson er einn þeirra rithöfunda okkar
sem binda má mestar vonir við í fram-
tíðinni.
Tilvísanir
1 Sjá „Að verksmiðjuvæða lífið.“ Viðtal við Ófeig
Sigurðsson. Fréttablaðið 20. des. 2012.