Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 12
B r y n d í s B j ö r g v i n s d ó t t i r 12 TMM 2014 · 3 ekki eins mikillar tiltektar eftirá – og hægt að fara fyrr að hugsa aftur og sýna við- leitni.15 Hér má segja að Vonnegut vísi – meðvitað eða ómeðvitað – til sál grein and ans umdeilda, Sigmunds Freud og kenninga hans um virkni húmors og hláturs frá árinu 1899. Í bókinni Die Traumdeutung setti Freud fram hugmyndir um skyldleika drauma og brandara og áhrif hvors tveggja á undirmeðvitundina. Sú kenning hans, sem enn er litið til í dag innan þjóðfræðinnar að minnsta kosti,16 snýr helst að virkni brandara eða húmors á sálarlíf okkar. Freud hélt því fram að bæði draumar og brandarar geti veitt okkur útrás fyrir bældar og óþægilegar kenndir – það sem við tölum ekki opinskátt um.17 Ástæðurnar fyrir bælingunni geta verið margar. Kannski er illa séð að ræða um þá hluti sem orsaka bælinguna (þeir eru álitnir vera „tabú“ í samfélaginu), kannski komum við ekki orðum að þeim og kallast það á við lýsingar Vonneguts á því hversu illa honum gekk að skrifa um Dresden.18 Hugmyndin er sú að þegar við hlæjum séum við í raun og veru að hleypa bældum og óþægilegum kenndum upp á yfirborðið. Þannig má segja að grín virki eins og einskonar ventill á álagið sem skapast af bældum kenndum og áhyggjum sem er þá veitt útrás með hlátri. Og þá á sér stað samkvæmt Freud þessi sálfræðilega spennulosun.19 Þetta útskýrir meðal annars af hverju brandarar eru gjarnan „ljótir“ (fjalla t.d. um dauðann, sjúkdóma, hryllilega atburði) eða „dónalegir“ (fjalla um kynlíf) – enda eru margir brand arar illa séðir í opinberum fjölmiðlum en mun betur liðnir í litlum afmörk uðum hópum þar sem ritskoðun er minni. Kenning Freuds kemur þá einnig heim og saman við það sem við vitum um hláturinn líffræðilega, sem ósjálf ráð líkamleg viðbrögð sem krefjast samdráttar margra andlitsvöðva auk öndunarfæranna, og þessu fylgja einkennileg hljóð sem eru einstök í dýraríkinu en líklegast er hlátur eina ósjálfráða viðbragð líkamans sem þjónar engum beinum tilgangi öðrum en þeim að losa um spennu og tjá tilfinningar.20 Það má því segja að Vonnegut hafi leitað á náðir húmors til að snerta við lesendum bókarinnar um Dresden – líkt og Tékkinn Jaroslav Hašek gerði með Ævintýri góða dátans Svejk sem fjallar um hörmungar og tilgangsleysi fyrri heimsstyrjaldarinnar.21 Þeir skrifa báðir fyndnar bækur um stríðs- hörmungar, sem eru þó einnig einkar áhrifaríkar og snerta við lesendum (svo þeir fá tár í augun – sem er einmitt einkenni hvors tveggja hláturs og gráts). Þrátt fyrir húmorinn gerir Vonnegut aldrei lítið úr loftárásununum á Dresden, eins og margir gætu haldið, en af hverju ætti húmor svo sem að gera lítið úr efniviðnum sem hann er fléttaður saman við? Má ekki segja að hlátur og grátur séu ekki alltaf andstæður heldur stundum einmitt sitthvor hliðin á sama peningnum? Hvort tveggja má sjá sem tilfinningalegt uppnám. Hlátur og grátur snerta á veikum punktum í sálarlífi okkar, hreyfa við þeim og mynda jafnvel nýjar tengingar tilfinninga og hugmynda á milli. Þegar við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.