Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 14
B r y n d í s B j ö r g v i n s d ó t t i r 14 TMM 2014 · 3 sagna þar sem hann greindi nokkrar frægar sögur út frá þrautagöngu aðal- sögupersónunnar sem iðulega leitar þess (beint eða óbeint) að verða gæfu- söm, en sú misárangursríka leit mótar framvindu og uppbyggingu sögunnar. Þannig segir sagan í upphafi frá aukinni vanlíðan eða hrakningum og síðan hvernig aðalsöguhetjan nær að lokum að vinna sig í átt að gæfuríkara lífi – ef það verða þá örlög hennar á annað borð.28 Við þekkjum það að margar sögur enda vel, en sú uppbygging er hvað algengust í ævintýrinu („… og lifðu þau vel og lengi“). Við skiljum þá við aðalsöguhetjuna í góðum höndum og þar með lýkur einnig áhuga okkar á henni, eða eins og málshátturinn kveður á um: Engar fréttir eru góðar fréttir. Eða öllu heldur þegar skáldskapur er hafður í huga en ekki lífið sjálft: Góðar fréttir eru engar fréttir. Þá má benda á að svipaður tónn er sleginn í fyrstu setningu bókarinnar Önnu Karenínu eftir annan Rússa, Leó Tolstoj: „Allar hamingjusamar fjölskyldur eru hver annarri líkar, en óhamingjusöm fjölskylda er jafnan ógæfusöm á sinn sérstaka hátt.“29 Og þar af leiðandi: Við beinum strax í upphafi athygli okkar að óhamingjunni. Þar eru spurningarnar og þar af leiðandi væntingar um spennandi söguþráð. Þá spyrjum við okkur: Af hverju er fjölskyldan óhamingjusöm? Hvað gerðist? Hvernig má laga það? Og mun það lagast? Kurt Cobain og ógæfan „Enginn deyr óspjallaður, lífið fokkar í okkur öllum.“30 Svona mætti kannski einnig útleggja orð Karls Marx, en nú með allt öðru orðbragði – orðbragði sem eignað er rokkstjörnunni Kurt Cobain. En nýlega voru tuttugu ár liðin frá dauða hans, þegar hann skaut sig í höfuðið þann 5. apríl árið 1994 í bíl- skúrnum við stóra einbýlishúsið sitt í Seattle, aðeins 27 ára gamall. Kurt Cobain er þekktastur fyrir að hafa verið lagasmiður grunge-hljóm- Hér má sjá brot af mynd sem grafíski hönnuðurinn Maya Eilam (www.mayaeilam. com) vann upp úr A Man Without a Country og Palm Sunday eftir Kurt Vonnegut. Myndin sýnir hvernig gæfa og ógæfa aðalsöguhetjunnar mótar framvindu og upp­ byggingu sögunnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.