Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Síða 17
TMM 2014 · 3 17 „ A l l a r g ó ð a r b æ k u r f j a l l a u m …“ annað vandamál – sem er kannski ekki jafn spennandi í augum margra og eiturlyfjaneysla en er engu að síður áhugavert: Kurt var illt í maganum. Hann virðist hafa verið krónískur magasjúklingur og alltaf þjáður. Inni á Wikipedia-síðu um hann er verkjunum lýst sem „óskilgreindum langvarandi magakvillum“.38 Cobain sagðist sjálfur hafa leitast við að ánetjast eiturlyfjum til að slá á magaverkina. „Það var mitt val. … Ég fór til tíu lækna og það var ekkert sem þeir gátu gert. Ég varð að gera eitthvað til að stöðva verkina. … Ég byrjaði á að taka heróín þrjá daga í röð og ég fékk enga magaverki,“ sagði Cobain við Michael Azzerad hjá Rolling Stone um kynni sín af heróíni. „Það var svo mikill léttir.“39 Þá er við hæfi að minnast á nafngiftina sem Kurt valdi hljómsveitinni en orðið nirvana kemur úr sanskrít og er notað til að lýsa hugarró og frelsun frá þjáningu lífsins, dauðans og endurfæðingarinnar; frelsuninni frá hringrás lífsins. Í búddísku samhengi vísar orðið þá til þeirrar kyrrðar hugans sem hægt er að öðlast eftir að eldar langana okkar, and- styggðar og sjálfsblekkingar hafa loks verið slökktir að eilífu.40 Nafnið virðist ríma við þær hugmyndir sem eignaðar eru Kurt um sjálfan dauðann, en eftir honum er haft: „Ef þú deyrð ertu fullkomlega hamingjusamur og sálin lifir einhverstaðar áfram. Ég er ekki hræddur við að deyja. Fullkominn friður, að verða eitthvað annað, er það sem ég óska mér helst.“41 Það er nokkuð erfitt að finna heimildir um hverskonar magaverkir þjökuðu Kurt Cobain, en flest virðist benda til þess að um iðraólgu eða IBS (Irritable Bowel Syndrome) hafi verið að ræða. Kvilla sem einnig hefur kallast ristilkrampi eða þarmaerting og einkennist af sársaukafullum samdráttum í meltingarvegi, einkum stuttu eftir máltíðir. Ógleði er þá einnig algengt einkenni, höfuðverkur og mikil þreyta, einbeitingarskortur, áhyggjur, kvíði og hræðsla.42 Við sjúkdóminum er ekki til nein önnur lækning en sú að lifa því sem er kallað „heilbrigðum lífstíl“. Og er fólki sem þjáist af IBS ráðlagt að forðast streitu og svefnleysi, borða hollan mat reglulega yfir daginn, úr öllum fæðuflokkum, mikið af trefjum, forðast áfengi. Þá er mikilvægt að hreyfa sig á hverjum degi og fara snemma í háttinn. Það sér það hver maður í hendi sér að þessi lífstíll hentar ekki hverjum sem er. Og kannski allra síst rokkstjörnu. Það má segja að hér sé hætta á að líkami og hugur séu ekki samstíga og að líf IBS-sjúklings geti auðveldlega einkennst af togstreitu á milli tilfinningalegra langana og líkamlegrar getu. Þá skal einnig hafa í huga að krónískum sjúkdómum fylgja andlegir erfiðleikar: Þeim sem þjást af krónískum verkjum, sem læknar geta lítið sem ekkert gert við, líður iðulega eins og þeir séu á skjön við umhverfi sitt og þau skilyrði sem kapítalískt samfélag setur hverju okkar (t.d. með vinnuálagi og skólaskyldu og fleira í þeim dúr). Þeir upplifa einmanaleika og tómleikakennd þegar þeir verða varir við skilningsleysi annarra á þessum aðstæðum. Ánægjustundir í augum flestra (að borða, að djamma og drekka áfengi, vaka lengi, koma fram á sviði) geta valdið IBS-sjúklingum miklum þjáningum og kvíða. Það sem hrífur líklegast marga við Kurt eru einmitt þessi sjúkdómseinkenni og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.