Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 28
A t l i B o l l a s o n 28 TMM 2014 · 3 Í hillunni fyrir aftan mig voru tvenns konar líkön af sporvögnum. Önnur gerðin var á lengd við höndina á mér og úr harðplasti. Vagninn var dökkgrænn að neðanverðu og stórir gluggarnir voru einsog litlir speglar sem höfðu verið límdir á plastið. Hurðirnar voru fastar en lítil hjól undir vagninum snerust. Þakið var fallega brúnt og með viðaráferð einsog bakveggurinn í búðinni. Ég renndi fingrunum yfir vagninn og fann fyrir hverri ójöfnu, meiraðsegja hurðarhúnninn var ögn upphleyptur, og það var skemmtilegt að klemma straumsnertuslána milli fingranna. Hin gerðin var miklu minni. Sporvagninn rúmaðist allur í lófanum á mér. Hann var úr ögn mýkra plasti – eða var þetta hart gúmmí? – og var einsog tvívítt en þó nokkuð þykkt líkan af sporvagni. Það var ónákvæmt, lítil gleði fyrir fingurna, en vagninn var gulur og rauður og fallegur á að horfa. Úr honum lá stutt keðja með málmhring á endanum. Ég leit til hennar. Hún brosti til mín yfir búðarborðið og ég fann daufa ilmvatnsangan. Mér líkaði þessi lykt. Þetta var falleg kona. Þetta var góð kona. Hún hallaði sér fram. – Ef þú segir engum, þá máttu eiga þennan litla. Það tók mig augnablik að skilja hvað konan hafði sagt en um leið og ég áttaði mig á því hvarf ógleðin og sorgin í skyndingu. Hvílík heppni! Ég herti fingurna utan um vagninn og horfði vantrúaður á hana. – Það borgar sig að vera góður strákur, sagði hún, deplaði augunum þrisvar og hélt áfram að fletta blaðinu. * * * Ég sá móta fyrir Alexander og Matthíasi við skurðinn framundan svo ég fór út af sporinu og niður moldarstíg sem lá inn í skóginn. Það síðasta sem mig langaði var að hitta þá og svara spurningum um litla gúmmísporvagna og stelpur í sumarkjólum og góðhjartaðar konur með silfur milli brjóstanna og samlokur sem lágu ormétnar við fætur gamalla manna. Mig grunaði að þeir hefðu séð mig svo ég stóð grafkyrr um stund og hlustaði eftir fótataki. Þögnin umvafði mig. Sólin kom grænleit gegnum laufskrúðið. Maurar ferjuðu rifin blöð yfir stíginn í löngum röðum. Býflugur hlussuðust milli blóma. Gróðurlyktin var þung í loftinu, blanda af rotnandi laufbotni skógar- ins, útsprungnum rafflesíum og bjöllublómum og grasi og mosa, deyjandi trjáberki og dauðum skordýrum. Eftir nokkrar mínútur þóttist ég viss um að strákarnir hefðu ekki séð til mín og án þess að hugsa um það losaði ég takið á sporvagninum og velti honum yfir í vinstri lófa. Mig verkjaði í hægri lófann undan hörðu gúmmí- inu og höndin var orðin náhvít enda hafði ég kreppt hana af alefli allt frá því að dyrnar að versluninni skullu aftur á bakvið mig. Gleðin yfir gjöfinni hafði sópað allri eftirsjá og ónotum morgunsins í burtu en nú hafði ég tóm til að hugsa og þá sótti efinn á mig. Þetta var óneitanlega grunsamlegt. Hvers
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.