Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 43
S va r t h v í t u r r a u n v e r u l e i k i TMM 2014 · 3 43 „Það má líka gefa gult spjald sko!“ hrópar Stefán að dómaranum þegar ég finn hann í þvögunni. Hann þiggur sopa af gosinu mínu og bítur þann bita af pítsusneiðinni sem innihélt einmana pepperóníið. „Er langt í hálfleik?“ spyr ég sakleysislega. „Nei, bara 25 mínútur.“ Svo virðist Stefán skyndilega ranka við sér og horfir í augu mín. „Takk fyrir að koma með mér, elsku fallega, sæta, klára, fyndna, brjóstastóra konan mín.“ Hann er greinilega tímabundinn fyrst hann ákveður að hrósa mér á öllum sviðum í einu. Ég bráðna. „Auðvitað elskan mín! If it’s important to you it’s import…“ „Fokking leikaraskapur!“ Þessi orð þagga niður í fallegu, sætu, kláru, fyndnu, brjóstastóru eigin- konunni. Ég tek upp símann og óska þess að ég eigi dýran síma með inter- net tengingu og leikjum. Kannski ef ég legg fyrir 5000 kr. á mánuði og mæti hál ftíma fyrr í vinnuna tvo daga í viku og ákveð að borða bara flatkökur með smjöri á miðvikudögum og … Einhver ýtir á mig. Svo annar. Svo annar. Hálfleikur. Stefán tekur í hönd mína og leiðir mig í burtu að nærliggjandi húsi sem hefur viðurnefnið „heimili“. Það er ekkert heimilislegt. Ég segist þurfa að pissa og fer í átt að kvennaklósettinu. Ég treðst á milli fólksins og er ekki frá því að ég sjái í þvögunni durgslegan mann halda á smáhundi. Þeir eru báðir í KR treyju, maðurinn og hundurinn. Það er engin röð á kvennaklósettið. Ég pissa tíu dropa og eyði svo góðri mínútu í að setja á mig varasalva. Hversu lengi eru annars hálfleikir? Þegar ég kem út af klósettinu er Stefán í hrókasamræðum við flíspeysu- klæddan mann um línuverði. „Já, þeir eru kreisí!“ segi ég út í bláinn en enginn heyrir í mér. Seinni hálfleik eyðum við Stefán hinum megin við völlinn, á móti stúk- unni. Að baki okkur er annar fótboltavöllur þar sem nokkrir pjakkar með buff á höfði sparka bolta. Ég skoða vel handriðið sem við höllum okkur upp að til að fullvissa mig um að þar séu engar köngulær. Það er fámennara hérna hinum megin og mig fer að gruna að Stefán hafi áttað sig á því að ég var orðin þreytt á látunum sem glumdu á okkur í fyrri hálfleik. Svo fæ ég að vita alvöru ástæðu þess að við skiptum um stað. Hér stóð víst Stefán þegar KR vann síðasta stórleik sinn og hér er Bogi Ágústsson þannig að það lofar góðu. Leikurinn klárast. Annað liðið vann. Eða það var jafntefli. Næstu helgi erum við mætt aftur. En nú verður þetta öðruvísi. Ég er búin að ákveða að gera mitt allra besta til að fylgjast með leiknum. Í huganum segi ég aftur og aftur: „Fótbolti er eins og jólin, því meira sem maður tekur þátt því meira fær maður út úr því.“ Enn á ný stöndum við í rigningunni tveimur metrum frá skjólinu en í stað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.