Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Qupperneq 43
S va r t h v í t u r r a u n v e r u l e i k i
TMM 2014 · 3 43
„Það má líka gefa gult spjald sko!“ hrópar Stefán að dómaranum þegar ég
finn hann í þvögunni. Hann þiggur sopa af gosinu mínu og bítur þann bita
af pítsusneiðinni sem innihélt einmana pepperóníið.
„Er langt í hálfleik?“ spyr ég sakleysislega.
„Nei, bara 25 mínútur.“
Svo virðist Stefán skyndilega ranka við sér og horfir í augu mín. „Takk
fyrir að koma með mér, elsku fallega, sæta, klára, fyndna, brjóstastóra konan
mín.“ Hann er greinilega tímabundinn fyrst hann ákveður að hrósa mér á
öllum sviðum í einu.
Ég bráðna. „Auðvitað elskan mín! If it’s important to you it’s import…“
„Fokking leikaraskapur!“
Þessi orð þagga niður í fallegu, sætu, kláru, fyndnu, brjóstastóru eigin-
konunni. Ég tek upp símann og óska þess að ég eigi dýran síma með inter-
net tengingu og leikjum. Kannski ef ég legg fyrir 5000 kr. á mánuði og mæti
hál ftíma fyrr í vinnuna tvo daga í viku og ákveð að borða bara flatkökur með
smjöri á miðvikudögum og …
Einhver ýtir á mig. Svo annar. Svo annar.
Hálfleikur.
Stefán tekur í hönd mína og leiðir mig í burtu að nærliggjandi húsi sem
hefur viðurnefnið „heimili“. Það er ekkert heimilislegt. Ég segist þurfa að
pissa og fer í átt að kvennaklósettinu. Ég treðst á milli fólksins og er ekki frá
því að ég sjái í þvögunni durgslegan mann halda á smáhundi. Þeir eru báðir
í KR treyju, maðurinn og hundurinn. Það er engin röð á kvennaklósettið. Ég
pissa tíu dropa og eyði svo góðri mínútu í að setja á mig varasalva. Hversu
lengi eru annars hálfleikir?
Þegar ég kem út af klósettinu er Stefán í hrókasamræðum við flíspeysu-
klæddan mann um línuverði.
„Já, þeir eru kreisí!“ segi ég út í bláinn en enginn heyrir í mér.
Seinni hálfleik eyðum við Stefán hinum megin við völlinn, á móti stúk-
unni. Að baki okkur er annar fótboltavöllur þar sem nokkrir pjakkar með
buff á höfði sparka bolta. Ég skoða vel handriðið sem við höllum okkur upp
að til að fullvissa mig um að þar séu engar köngulær. Það er fámennara hérna
hinum megin og mig fer að gruna að Stefán hafi áttað sig á því að ég var
orðin þreytt á látunum sem glumdu á okkur í fyrri hálfleik. Svo fæ ég að vita
alvöru ástæðu þess að við skiptum um stað. Hér stóð víst Stefán þegar KR
vann síðasta stórleik sinn og hér er Bogi Ágústsson þannig að það lofar góðu.
Leikurinn klárast. Annað liðið vann. Eða það var jafntefli.
Næstu helgi erum við mætt aftur. En nú verður þetta öðruvísi. Ég er búin að
ákveða að gera mitt allra besta til að fylgjast með leiknum. Í huganum segi
ég aftur og aftur: „Fótbolti er eins og jólin, því meira sem maður tekur þátt
því meira fær maður út úr því.“
Enn á ný stöndum við í rigningunni tveimur metrum frá skjólinu en í stað