Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 47
TMM 2014 · 3 47 Björn Halldórsson Eiginmaðurinn og bróðir hans Hann stóð upp til að svara þegar síminn hringdi í annað sinn. Þau höfðu verið að ræða pólitík við borðið og hann var trufluninni feginn. Tengdafor- eldrar hans voru í mat. Kaffið var komið á borðið ásamt brotum af dýru og dökku súkkulaði sem Ella hafði borið fram á litlum skreyttum diski. For- eldrar hennar höfðu gefið þeim diskinn eftir jólaferð til Marokkó og þótt hann passaði ekki við neitt af hinu leirtauinu var diskurinn oft notaður. Sérstaklega þegar foreldrar hennar voru í heimsókn. Hann var nýbúinn að koma krökkunum í rúmið og flýtti sér fram á gang að svara áður en lætin í símanum vektu forvitni þeirra. Hann lyfti tólinu að eyranu og sagði: „Halló!“ Það var einhver á línunni, svo mikið var víst. Hann heyrði andardrátt en honum fylgdi engin rödd. „Halló?“ sagði hann aftur, og teygði óið eins og hann væri að vonast eftir bergmáli. „Jóhann? Hæ, þetta er ég,“ sagði bróðir hans á hinum enda línunnar. „Hæ. Hvað segirðu?“ Hann sneri sér í gættinni og bandaði hendinni í áttina til Ellu og í átt að kaffibollanum sem stóð og kólnaði á borðinu. Hún stóð upp og kom til hans með bollann og hann klemmdi tólið á milli eyra og axlar til að taka á móti. Hann bærði varirnar utan um eitt hljóðlaust „takk!“ en hún stóð kyrr nærri honum og beið með áhyggjuhrukku á enninu. Hann snerti hana létt á beran upphandlegginn til að senda hana aftur til foreldra sinna og hallaði stofuhurðinni á eftir henni. „Ég er ekkert að trufla, er það?“ sagði rödd bróður hans í niðamyrkri sím- tólsins. „Nei nei. Við vorum að klára að borða.“ Hann lyfti bollanum og saup. Ella og foreldrar hennar drukku biksvart kaffi í litlum bollum og hann kímdi út í annað yfir tepruskapnum þegar hann kleip tveim fingrum utan um dúkkulegt haldið. „Foreldrar Ellu eru í mat en við erum bara að fá okkur kaffið.“ „Já. Ókei.“ Það var aftur þögn í símtólinu. Hann velti því fyrir sér hvort Böddi hefði verið að drekka. „Hvað segirðu?“ Hann lagði bollann og undirskálina frá sér, ofan á plastaða og óopnaða símaskrá á skenknum. Hver notar enn síma skrár? hugsaði hann á meðan hann beið eftir frekari orðum frá bróður sínum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.