Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Qupperneq 49
E i g i n m a ð u r i n n o g b r ó ð i r h a n s TMM 2014 · 3 49 „Æi, mér þykir leitt að vera að ónáða þig,“ sagði röddin í símtólinu, þreytt og buguð. „Ég þurfti bara að tala við einhvern. Láta einhvern vita.“ „Nei, auðvitað,“ sagði Jóhann. „Við erum nú bræður.“ Honum leið kjánalega eftir að hafa sagt það. Hann átti ekki að þurfa að taka slíkt sér- staklega fram. „Viltu að ég komi og sæki þig?“ sagði hann til að reyna að bæta fyrir. „Nei nei. Vertu bara þarna með Ellu og þeim. Ég vil ekki vera að draga þig út í þetta veður. Ég þurfti bara aðeins að létta á mér. Mér líður betur núna.“ „Eru viss? Það er ekkert mál.“ „Nei, þetta er allt í lagi. Ég er hvort eð er að fara heim.“ „Ókei. Þú tekur samt leigubíl, er það ekki?“ „Jú, auðvitað.“ Þeir kvöddust og Jóhann lagði á og stóð kyrr í ganginum stundarkorn, djúpt sokkinn í vangaveltur um bróður sinn og mágkonu og hjónaband þeirra. Það var þögn þegar hann kom aftur inn í stofu. Hann settist við borðið og tók eftir hvernig Ella og foreldrar hennar horfðu á hann. Reiðin blossaði upp innra með honum. Hann var sannfærður um að þau hefðu verið að hlusta á símtalið. „Hver var þetta?“ spurði Ella. Hún brosti létt. Hann var viss um að hún vissi hver hefði verið í símanum. „Böddi bróðir,“ sagði hann. „Er allt í lagi?“ spurði hún, enn að fiska, en hann ætlaði ekki að ræða þetta núna yfir bollunum og fyrir framan tengdaforeldra sína og játti því bara og spurði hvort það væri til meira kaffi. Þau minntust ekki á símtalið fyrr en seint um kvöldið, eftir að foreldrar hennar voru farnir og hann hafði lagt uppvaskið í bleyti í vaskinn og lofað sjálfum sér og henni að hann myndi klára það áður en hann færi í vinnuna á morgun. Hún hafði séð um eldamennskuna svo að uppvaskið var hans mál; upp á það hljóðaði einn af þeim mörgu góðlátlegu samningum sem þau gerðu með sér á hverjum degi. Þau voru að fara upp í rúm þegar hún spurði hann loks út í símtalið. Eins og henni hefði skyndilega dottið það í hug. Hún sat upprétt í rúminu, undir sænginni, og spurði hvað Böddi hefði viljað áðan. Hann sagði henni fréttirnar á meðan hann afklæddist og þegar hún reyndi að spyrja hann út í öll smáatriðin sem hann hafði ekki haft fyrir að ná upp úr Bödda snöggreiddist hann. Hann stóð hálfnakinn fyrir framan hana og fórnaði höndum. „Ég veit það ekki!“ sagði hann. „Ég var ekkert að yfirheyra hann!“ Þau hækkuðu bæði raddirnar stig af stigi en tókst svo að hemja sig aftur. Fyrr en varði voru þau komin upp í rúm og kúrðu undir sænginni, héldu þétt utan um hvort annað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.