Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 50
B j ö r n H a l l d ó r s s o n 50 TMM 2014 · 3 Daginn eftir fór hann snemma heim úr vinnunni til að heimsækja bróður sinn, eftir að hafa reynt nokkrum sinnum að ná í hann, bæði í heimasíma og farsíma. Hann hafði líka hringt á skrifstofuna þar sem bróðir hans vann en eins og hann hafði búist við hafði Böddi hringt og meldað sig veikan. Það var snjór á gangstéttinni og á bílunum í götunni hans Bödda. Gamall og skítugur snjór sem hafði legið yfir borginni í nokkra daga. Hann lagði bílnum og gekk varlega yfir úttraðkaðan snjóinn í innkeyrslunni, sem orðin var að hálli klakabreiðu, og dró lappirnar eftir jörðinni til að renna ekki. Enginn hafði haft fyrir því að moka snjóinn, bara leyft öllu að hlaðast upp. Hann gekk á bak við húsið og gætti þess að horfa beint áfram og freistast ekki til að gjóa augunum að gluggum nágrannanna. Bróðir hans bjó í íbúð í kjallara hússins sem gengið var inn um frá bakgarðinum og þrepin niður að hurðinni voru ávöl og hál af gömlum og hörðum snjó. Það tók Bödda nokkurn tíma að koma til dyra og Jóhann hringdi á víxl dyrabjöllunni og bankaði í matt og gulleitt glerið, handviss um að bróðir hans væri heima. Hurðin opnaðist og Böddi stóð í gættinni í baðslopp og jogging buxum og með loðna inniskó á fótum. Hann fyllti alveg gættina þó að hann stæði álútur. Hann var allt of stór til að búa í svona lítilli kjall- araíbúð. „Eins og tröll undir brú,“ hugsaði Jóhann. Hann mundi hve stór og hrjúfur bróðir hans virtist ætíð er hann stóð við hlið Maríón, konunnar sinnar. Hún var frá Filippseyjum og náði honum varla í öxl, með svo mjóa ökkla og útlimi að Böddi gat náð utan um upphandlegg hennar með annarri hendi þannig að fingurnir snertust. Bræðurnir heilsuðust og Böddi snerist á hæli og gekk inn í íbúðina með Jóhann í humátt á eftir. Það var langt síðan hann hafði komið inn í íbúð bróður síns. Þeir hittust yfirleitt þegar Böddi kom í mat. Hann sat þá til borðs á milli krakkanna. Stóri frændi þeirra var í miklu uppáhaldi hjá Jóa og Mæju. Þau kepptust við að segja honum frá merkilegum hlutum sem höfðu drifið á daga þeirra í skólanum og eftir matinn var síðan alltaf hægt að plata Bödda frænda til að taka þau í kleinu eða flugvél. Síðustu tvö árin, eftir að Böddi og Maríón giftust, hafði hún alltaf fylgt honum í þessi kvöldverðarboð. Jóhann sá handarverk hennar hvert sem hann leit í litlu íbúðinni; í hvítri jólaseríu sem hafði verið vafin í kringum spegilinn í ganginum og í smáum, innrömm- uðum blómamyndum sem voru hengdar á víð og dreif um stofuvegginn. Það voru líka litlar innrammaðar myndir af Bödda og Maríón og af fjölskyldunni hennar á Filippseyjum. Sér til undrunar kom hann auga á mynd af sinni eigin fjölskyldu sem hann kannaðist við úr gömlu jólakorti. Hann gat ekki ímyndað sér Bödda að gera sér ferð til að finna ramma sem passaði utan um myndina. Böddi hefði látið sér nægja að festa myndina á vegginn með smá kennaratyggjói, eða bara smeygt henni undir ísskápssegul. Maríón hlaut að hafa fundið myndina einhversstaðar í fórum Bödda og umsvifalaust séð til þess að hún væri römmuð inn og hengd á vegginn. Svoleiðis átti maður jú víst að gera við fjölskyldumyndir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.