Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 64
E i n a r L e i f N i e l s e n 64 TMM 2014 · 3 plast. Ekki var hægt að gráta undir öllum þessum hlífum. Hvað þá að snerta manninn sem hafði alltaf skipt hana svo miklu máli. Pálína opnaði lófann og sýndi hringinn. Gamli maðurinn virtist brosa en hreyfingin í kringum munninn var ógreinileg. Vöðvarnir voru horfnir. Augu hans voru hvít og líflaus. Utanáliggjandi sjáöldur sýndu honum umheiminn. Mannkynið hafði sigrast á öllum sjúkdómum náttúrunnar nema þeim versta. Ellin sigraði að lokum alltaf vísindin. „Ég man vel þegar þú fæddist,“ sagði tölvuröddin. Pálína elskaði að heyra hann tala en þetta var ekki hans rödd. „Þú varst fyrsta barnabarna- barnabarnið okkar Áslaugar. Þetta var á miðvikudegi rétt fyrir kvöldmat. Ég var að klára vinnuna þegar afi þinn hringdi. Þá var ég ungur maður, einungis 120 ára. Kominn á minn þriðja starfsferil. Hvað var það aftur?“ „Lögfræði,“ sagði Pálína. Hún reyndi að gráta en hlífarnar leyfðu henni ekki að sýna tilfinningar. „Fyrst varstu sjómaður, næst varstu lögreglumaður og síðan lögfræðingur.“ „Alveg rétt. Mikið var það leiðinleg vinna. Ég hélt að þar væri hægt að breyta heiminum en það gekk víst ekki. Á eftir lögfræðinni var það verk- fræðin, sem var öllu skemmtilegri.“ Pálína þorði ekki að ganga nær. Hún lokaði lófanum og stóð stjörf. „Þetta er allt í lagi, elskan mín. Gerðu þetta bara eins og við töluðum um. Það er fyrir bestu. Ég er bara svo þakklátur að þú getir gert þetta fyrir mig. Mig langar að hitta hana Áslaugu mína. Ó, hvað henni þótti vænt um þig.“ Eftir öll þessi ár var komið að leiðarlokum hjá honum. Áslaug hafði verið heppin. Hún hafði lent í bílslysi meðan þau voru á eftirlaunum og ekki þurft að ganga í gegnum þetta helvíti. Nú þurfti Palli þess ekki lengur. „Sestu nú hjá mér, elskan mín,“ sagði Palli. Hún greindi hlýju hans þrátt fyrir þessa dauðu rödd. „Slökktu á þessu bannsetta tæki og við skulum ljúka þessu af saman. Okkur á báðum eftir að líða betur.“ Pálína átti eftir að sakna Palla afa en gerði eins og hann bað. Það var ekki hægt að láta manninn þjást lengur. Hvítur plaststóll var í horni herbergisins. Hún dró hann að rúminu og settist við hlið hans. Tölvan gaf frá sér tón um leið og slökkt var á talmagnaranum. Hún lagði hringinn upp að vörum gamla mannsins og leyfði honum að anda að sér óhreinindum skartsins. Ekkert heyrðist nema vélrænt soghljóð gervilungans. Síðan tók Pálína í hönd langalangafa síns og setti gullbandið á baugfingur hans. Fólkið á elliheimilinu var algerlega sótthreinsað. Á stofnuninni var ekki að finna eina einustu bakteríu eða vírus. Ónæmiskerfi Palla var því illa undir það búið að snerta hringinn. Pálína hafði geymt hann í veskinu sínu í mörg ár. Bakteríuflóran á þessum litla hlut var því einkar fjölbreytt. Húðin á gamla manninum roðnaði undan málminum. Hve lengi væru tækin að nema sýkinguna? Það skipti ekki máli. Palli var þegar mengaður af lífríki baugsins. Aðrir á hæðinni gátu einnig verið í hættu en þeir lifðu líka í stans- lausum kvölum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.