Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 96
Æ s a S t r a n d 96 TMM 2014 · 3 þótti þú svo myndarlegur á skyrtunni.“ Hún hló lágt. „Þegar sólin skein og þér hitnaði svo að þú varðst að hneppa frá og rúlla upp ermunum, þá var nú gaman.“ Seinni árin var Mása alltaf kalt. Hann gekk í nærbol undir skyrtunni og peysu yfir. Jakka og hálsklút, kasket á höfðinu. Stundum bauðst hún til að lána honum jakkann sinn en hann afþakkaði alltaf. Virtist ekki muna að allt hennar væri hans, allt hans hennar. Þau deildu húsnæði, mat og sæng en kuldann bar hann einn, fyrst í beinunum, svo höfðinu, loks hjartanu. Á kvöldin þegar þau háttuðu strauk hún honum um visna handleggina og minntist sterkra vöðva sem lyftu henni og sveifluðu í kring þegar þau döns uðu, dönsuðu, dönsuðu. Hún kyssti hann og hann kyssti hana á móti en augun sem voru vön að horfa á hana með ást og umhyggju voru ringluð og tóm og það kom að því að hann ýtti henni frá sér, ókunnugri konunni. Nokkrum vikum seinna gekk hann út um miðja nótt, berfættur í snjónum, á nærbol og náttbuxum, og hélt niður að tjörn þar sem hann settist á bekk og sofnaði. Hana verkjaði í hnén og notaði legsteininn til að hífa sig á fætur. Slétti úr kápunni og lagaði hárið sem hafði aflagast í golunni. Fugl settist á grein hátt yfir höfði hennar. Hún heyrði hann rugga á greininni, þurr laufin strukust hvert við annað. „Það styttist,“ sagði hún. „Ég finn það í hjartanu. Það sló alltaf meira fyrir þig en mig. Enda gaf ég þér það, manstu? Rétt eins og þú gafst mér þitt.“ Hún lagði lófann á brjóstið, þóttist geta fundið hjartað hægja á sér, hver sláttur örlítið fjær þeim næsta. „Ég er hrædd,“ viðurkenndi hún lágum rómi. „Mási minn, ég er svo hrædd. Hvað ef það er ekkert hinum megin? Hvað ef þú ert ekki þar? Hvað ef þú ert þar en manst ekki eftir mér? Þú gleymdir mér. Þú gleymdir mér og okkur og öllu sem við höfðum.“ Hún strauk sér um vangann, fangaði tár í vettlinginn. „Að sjá mig, fullorðna konuna, brynnandi músum eins og smástelpa,“ tautaði hún. „Aumkunarvert er það.“ Fuglinn tók sig aftur á loft og flögraði niður á stíginn, hoppaði þar nokkur skref og staðnæmdist svo og virti hana fyrir sér. Það var skógarþröstur, bústinn með rauð ber í nefinu. „Er ég að trufla þig, væni?“ dæsti hún. „Það verður að hafa það. Við ein- hvern verður maður að tala og vinur minn, hann er hér.“ Fuglinn hallaði undir flatt, hristi sig og flaug svo og settist á steininn. Hún kinkaði kolli og brosti. „Þú lítur eftir með honum fyrir mig, er það ekki? Ég held ég komi ekki aftur. Nei, ætli það.“ Hún horfði á steininn um stund og fuglinn sem enn sat og virti hana fyrir sér. Svo sendi hún Mása sínum fingurkoss og gekk hægum skrefum eftir stígnum að næsta hliði. Það var alveg að koma að því, hún vissi það jafn vel og hún vissi að heima biði ekkert nema þögnin og að á morgun yrði líkast til ekki nýr dagur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.