Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Blaðsíða 99
TMM 2014 · 3 99 Guðrún Rannveig Stefánsdóttir Miðillinn Trausti var ekki gamall þegar hann fór að muna glefsur úr fyrra lífi, mundi eftir fólki sem hann hafði aldrei séð, lykt sem hann hafði aldrei fundið og ýmsu sem hann hafði aldrei upplifað í þessu lífi. Hvaðan komu þessar minn- ingar? Hann reyndi að loka á þær, fela þær og reyndi að skammast sín fyrir þær þegar mamma hans ávítaði hann fyrir að spinna upp sögur. „Hættu þessu bulli barn og láttu ekki nokkurn mann heyra þessa vitleysu í þér,“ hafði hún sagt við hann í hvert skipti sem hann sagði henni frá einhverju sem hann einn mundi eftir. Stundum hafði hann líka talað við fólk sem eng- inn sá nema hann eða leikið sér við börn sem voru ekki til. „Hann vex upp úr þessu,“ hafði læknirinn sagt við mömmu hans. Það var ekki fyrr en löngu seinna þegar hann kynntist Ásdísi sem hann þorði að opna sig á nýjan leik. Hann gat sagt henni allt, frá því sem hann sá, vissi og átti af minningum úr fyrra lífi. Hún var hugfangin. „Þetta er guðs gjöf sem þú verður að nýta,“ sagði hún við hann og hann fann fyrir stolti og fannst hann fá viðurkenningu fyrir að vera hann sjálfur í fyrsta sinn á ævinni. Trausti vissi það um leið og hann sá Ásdísi að hún ætti eftir að verða konan hans, fann það á sér. Fannst hann hafa þekkt hana áður. Þau byrjuðu að búa saman, hún vann við hjúkrun en hann starfaði heima við miðilsstörf, fékk til sín fólk sem vildi tala við látna ástvini, skyggnast inn í framtíðina og vita meira. Hann varð fljótt vinsæll miðill, náði varla að anna eftirspurn. Þegar hún kom heim á kvöldin gátu þau talað saman endalaust um starf hans, um fólkið sem hann gat hjálpað, um æðri máttarvöld og önnur tíðnisvið. Þau drukku te með hunangi og létu fara vel um sig upp í sófa, hann talaði mest, hún var frábær hlustandi. Stundum töluðu þau um eitthvað annað en vinnuna. Þau langaði að eignast barn saman og hann fann svo sterkt fyrir einhverri sál á himnum sem langaði að koma til þeirra, hafði valið þau sérstaklega. Þau biðu í ofvæni, hlökkuðu til að takast á við foreldra- hlutverkið en ekkert gerðist. Eftir nokkur ár gáfust þau upp. Stundum var dauft yfir þeim og hann fann hvernig persónuleg vanlíðan hans dró úr honum kraftinn í miðilsstarfinu. Hann hafði ekki eins mikið að gefa og áður og átti stundum erfitt með að ná sambandi við þá hinumegin. En svo kom kreppa í landinu og margir áttu um sárt að binda og þurftu á aðstoð hans að halda. Trausti fann að hann var mikilvægur og þurfti að gera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.