Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 100
G u ð r ú n R a n n v e i g S t e fá n s d ó t t i r 100 TMM 2014 · 3 sitt til þess að hjálpa á erfiðum tímum. Sumir voru örvæntingarfullir og reyndu að fá hann til þess að sjá fyrir lottótölur og hvar væri hægt að vinna veðmál eða verða sér út um peninga á sem auðveldastan hátt. Hann sagði fólkinu að slíkt væri ekki í sínum höndum en að hann gæti hjálpað því að elska lífið og lifa í sátt við sjálft sig og heiminn. Ásdís tók líka smám saman gleði sína á ný og fór að læra heilun, hana hafði alltaf langað til þess en aldrei gefið sér tíma fyrr en núna. Hún talaði um að hugsa um sjálfa sig. „Ég hef aldrei gert nákvæmlega það sem mig langar, alltaf reynt að vera praktísk, nú er það búið,“ tilkynnti hún honum ákveðin. Það leið ekki á löngu þar til hún sagði upp vinnunni og ákvað að vinna heima eins og hann. Nú voru þau alltaf saman, hlið við hlið. Hann miðlaði milli heima á meðan hún heilaði fólk, tók burtu verki og vanlíðan og leyfði alheimsorkunni að streyma um líkama þess. Þau voru ekki efnuð en höfðu nóg fyrir sig, skorti ekkert. Húsið var alltaf fullt af fólki og það var nóg að gera hjá þeim báðum. Þau sköffuðu hvort öðru viðskiptavini, þeir sem höfðu áhuga á miðlun höfðu oft áhuga á heilun og öfugt. Það kom þó að því að hann fór að fá ívið færri viðskiptavini en hún. Sumir sem höfðu verðið fastakúnnar hjá honum voru nú allt í einu orðnir fastakúnnar hennar og brostu vandræðalega til hans þegar hann fór til dyra og afsökuðu sig með að hafa ekki efni á að njóta þjónustu þeirra beggja. Stundum sat hann inni í tómu herbergi með útbrunnið reykelsi og langþreytta slökunartónlist í bakgrunninum. Hann heyrði lágvært masið í henni og viðskiptavini, oft var lengi talað áður en hin eiginlega heilun hófst og á meðan sat hann og starði út í loftið. Svo byrjaði lágvært malið aftur í smástund áður en endurnærður viðskiptavinur hafði sig á brott. Trausti varð með tímanum leiður og vonsvikinn. Heimilið hafði verið hans vinnustaður, hans vígi. Hann fékk samt til sín einn og einn viðskipta- vin, aðallega aldrað fólk sem var hrætt við að deyja. Þetta var fólk sem vildi komast í samband við þá sem biðu fyrir handan, komast í samband við þá sem ætluðu að taka á móti þeim þegar fram liðu stundir. Þetta voru að vissu leyti ágætis viðskiptavinir en gátu verið frekar niðurdrepandi. Yngra fólkið virtist fá meira út úr heiluninni, hafði ekki sömu þörf fyrir samræður við framliðna. Einn góðan veðurdag stóð ungur maður á útidyratröppunum og spurði hvort hér starfaði miðill. Trausti bauð honum inn fyrir og bað hann að bíða smá stund frammi á meðan hann setti sig í stellingar. Svo kallaði hann á unga manninn og byrjaði að spjalla á meðan hann setti sig í samband við handanheiminn. Það kom í ljós að ungi maðurinn var sjálfur mjög næmur, hafði verið skyggn frá barnsaldri og hafði áhuga á að nýta hæfileikann betur. Trausti sagði honum að það væri best fyrir hann að koma í nokkur skipti og fá leiðsögn og nauðsynlega þjálfun áður en hann gæti sjálfur hafið störf sem miðill. Ungi maðurinn hélt áfram að koma til hans næstu vikur og allt gekk vel.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.