Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 104
K r i s t a A l e x a n d e r s d ó t t i r 104 TMM 2014 · 3 niður skjálfandi andlit mitt. Ég ákvað með sjálfum mér að hætta þessum barnalátum og fór aftur inn í herbergi og svaf fram eftir degi. Þegar ég kom mér loksins á fætur, á fætur rökvísinnar, var eina verkefni dagsins að takast á við hversdagsleikann. Venjulega varði ég deginum áfram í sófanum. Ég lá þar klukkutímunum saman í iðjuleysi og deyfðarhjúp að hlusta á bablið og prumpið í hinum heilaleysingjunum í sjónvarpinu. Mér leið eins og ég gæti hvorki vingast við Bakkus né haldið mig frá honum. Mér leið eins og tómum kassa, blóðlausum líkama. Ekkert skipti neinu máli lengur, og ég var eini maðurinn sem vissi það. Því dimmara sem varð úti því hræddari varð ég. Hræddari við myrkrið, einmanaleikann,  dansandi skuggana í loftinu. Ég hafði eitt sinn notið myrk- ursins, því það var  tíminn sem Rósa kom alltaf heim úr vinnunni. Þá hafði myrkið mun ævintýralegri blæ, núna var myrkrið aðeins tómt. Rósa kom nefnilega ekki lengur heim úr vinnunni. Í fyrstu ímyndaði ég mér að hún hefði tafist á leiðinni, að síminn hennar væri batteríslaus svo hún gæti ekki látið mig vita, að umferðin heim væri svo rosaleg vegna bílslyss sem varð á vegi hennar, að hún sæti í bílaröðinni og þakkaði guði fyrir að hafa ekki verið í bílnum sem keyrt var á og vonaði að ég hefði ekki áhyggjur af henni. En nei, ég gerði mér engan greiða með því að skapa nýjan veruleika í huga mér, af því hún var ekki að koma heim í kvöld né nein önnur kvöld. Ég þurfti að koma mér út. Göturnar voru ógeðslegar eftir ævintýri gærkvöldsins. Ég gerði gönguferð mína út á bar að leik þar sem ég passaði mig á því að stíga hvorki á sígar- ettustubba, tyggjó né ælu. Það var flóknara en ég gerði ráð fyrir og fljótlega hætti ég að fylgja ströngum reglum mínum og fór að telja götuketti, það var miklu skemmtilegra og þegar á barinn var komið settist ég í vanalega sætið mitt. Ég settist alltaf í hornið, burt frá öllum látum, en með fullkomið sjónarhorn á stúlkuna mína sem vann á barnum. Ég hló með sjálfum mér þegar ég áttaði mig á að ég var byrjaður að kalla hana stúlkuna mína. En aumkunarvert! Hún vissi ekki einu sinni hver ég var. Ég pantaði einnig það vanalega, rauðvín hússins með klaka. Þegar ég ferðaðist um Suður-Frakk- land á unglingsárunum komst ég að því að það er ótrúlega fínt að drekka klaka með rauðvíni og hef gert það alla tíð síðan. Ég hafði aldrei prófað að drekka rauðvín öðruvísi svo ég þekkti svo sem ekki muninn. Tíminn leið, ljósin lækkuðu og tónlistin hækkaði. Stelpan mín hafði fækkað fötum, líklegast vegna hitans á staðnum og ég óskaði þess innilega að hitinn færi upp í fimmtíu gráður svo hún þyrfti að afklæðast meira. Ég gekk upp að barnum eftir að hafa teygað síðasta sopann. „Annan svona!“ kallaði ég til barþjónsins og benti á tómt glasið mitt. Barþjónninn, einstaklega lag- legur maðurinn, var ekki seinn til og skellti nýjum skammti af húsvíninu í glasið, klakalausu í þetta skiptið. Mér brá, hver gerir svona? Hugsaði ég. Veit hann ekki að rauðvín á alltaf að bera fram með klaka? „Afsakið? Afsakið!“ kallaði ég en rödd mín var fljótlega kæfð niður í mjaðarþyrstum unglingum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.