Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 119
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 3 119 samfélagsgilda; súkkulaði, frosnum kalk únum og rokki. Sagan lýsir því hvernig þetta litla samfélag lifði á þjón- ustu sinni við Varnarliðið, stundum án mikillar sjálfsvirðingar, nýtti sér allt það sem hægt var að hafa rétt eins og herset- an væri auðlind á borð við fiskimiðin og auðvelt að horfa framhjá sjálftöku. Velmegun Keflavíkur varð þó skammvinn, kvótinn hvarf og herliðið líka og gamli rokkbærinn nú virðist jafn vonlaus staður í verki Jóns Kalmans og hin svarta Keflavík fyrri tíma sem lýst er í Jarðabók Árna og Páls Vídalín með þeim orðum að hvergi „á gervöllu land- inu [búi] fólk jafn nálægt dauðanum“ (bls. 13). Það er einna helst að hægt sé að hressa upp á ímyndina með flugstöð- inni og öllu því sem henni tilheyrir, þótt það sé óneitanlega þyrnir í gagnrýnum augum þeirra sem sjá stóru myndina betur en aðrir að þetta þjóðarstolt Íslendinga og hlið yfir í umheiminn skuli hafa verið byggt fyrir bandarískt fé; verið einskonar mútur fyrir lánið á landinu. Ástarsögurnar tvær sem raktar eru í bókinni, þ.e.a.s. saga ömmu Ara og afa á Norðfirði og sagan af hans eigin hjóna- bandi hverfast að einhverju leyti um breytingar í samfélagsgerð og tíðaranda. Með því að draga fram stóru drættina í þessum tveimur hjónaböndum byggir höfundur undir kvenpólitíska afstöðu sögunnar og ítrekar hversu konum fyrri tíma var þröngur stakkur sniðinn hvað varðar ákvarðanarétt og þá óumflýjan- legu ábyrgð sem þær báru á fjölskyldu og heimilisrekstri. Amma Ara er gott dæmi, því þrátt fyrir að hafa forframast í Ameríku sem ung stúlka snýr hún aftur heim til Norðfjarðar í faðm bernskuástarinnar Odds; hins dæmi- gerða og æðrulausa sjómanns dægur- lagatexta fyrri áratuga. Hún heldur tryggð við ættjörðina og ástina en gefur fyrir vikið listræna hæfileika sína upp á bátinn á kostnað geðheilsunnar. Vandi Ara og Sigrúnar, eiginkonu hans, tilheyrir öðrum tíðaranda og er því af öðrum toga hvað jafnréttið varð- ar. Saga þeirra hefur eigi að síður sömu tengingu og Norðfjarðarsagan við áhrif- in að utan, þ.e.a.s. Ameríku og þau gildi síðari tíma sem tengjast samskiptum okkar við Varnarliðið. Amma snéri heim frá Ameríku til að lifa með sínum manni af gæðum lands og sjávar og því myndar saga þeirra á Norðfirði – sem vitanlega er velþekkt vígi vinstri manna á Íslandi – mótvægi við Keflavíkursög- una og afleiðingar þess að glata sjálf- stæði sínu gagnvart Varnarliðinu. Birt- ingarmyndir ástarinnar verða því ólíkar allt eftir því hvernig ástin endurspeglast, annars vegar hjá fólki sem hefur sjálfs- virðingu þess sem lifir af landinu og hins vegar fólki sem lifir á sníkjum. Stíll sögunnar er eins og höfundar er von og vísa ákaflega ljóðrænn og upp- hafinn á köflum. Jóni Kalmani lætur einstaklega vel að láta hið smáa eða hversdagslega afhjúpa stóra samhengið – eða jafnvel alheimsvitundina. Frá- sögnin leitar því stundum yfir í heim- spekilegar vangaveltur, ekki síst um það sem höfundi virðist hugstæðast, svo sem eilífðina, dauðann, ástina og skáldskap- inn. Margt af því sem í þessu verki er sett fram með slíkum hætti er fallega skrifað, en einnig dálítið fyrirsjáanlegt frá þessa höfundar hendi. Jafnvel stund- um svo mjög að það hljómar helst til kunnuglega út frá öðrum verkum Jóns Kalmans. Form sögunnar er nokkuð brota- kennt eins og tímaramminn býður upp á, ekki síst þar sem hlutverk sögu- mannsins er órætt og margir mikilvægir átakaþræðir liggja undir; kvótakerfið, hlutverk Varnarliðsins í þróun íslensks samfélags, örlög kvenna í karllægum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.