Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 125

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 125
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 3 125 tíma voru kvikmyndir þöglar og fylgt úr hlaði með lifandi undirspili, tónlist við hæfi. Á einum tímapunkti fellur kvik- myndin bókstaflega saman við veruleika hans þegar hann sér unga stúlku renna saman við eina af kvenhetjum kvik- myndarinnar Blóðsugurnar, Les Vamp­ ires (Louis Feuillade 1915–1916) sem lýsir ógnum í Parísarborg: Fremst meðal blóðsuganna er stúlkan Irma Vep. Klædd svörtum heilbúningi sem fellur þétt að fagursköpuðum líkamanum klífur hún byggingar skugga líkust, brýst inn í híbýli fólks og skrif- stofur stjórnvalda, fetar sig á brott eftir húsþökum. Og allt er það framkvæmt af glaðbeittri ástríðu þess sem hefur sagt sig úr lögum við samborgara sína. (40) Myndin er í miklu uppáhaldi hjá Mána Steini og þá ekki síst leikkonan Musi- dora, sem var mikil stjarna á sínum tíma. Í bíóinu er mikið ónæði af ung- mennum úr efri stéttum sem sitja skör framar en drengurinn og í hópi þeirra er sjálf Sóla Guðb-. Hún er ósátt við hávað- ann í félögum sínum og vill yfirgefa kvikmyndahúsið: Og þegar stúlkan stóð upp til þess að fara gerðist það. Augnablikið sem skuggi hennar féll á sýningartjaldið runnu þær saman, hún og persónan í kvikmyndinni. Hún leit við og geislinn varpaði andliti Musidoru á andlit hennar. Drengurinn fraus í sæti sínu. Þær voru nákvæmlega eins. (13) Þess má geta að Musidora var mikið átrúnaðargoð súrrealista, en súrrealistar voru, líkt og Máni Steinn, afskaplega gefnir fyrir kvikmyndir og þá ekki síst vinsælar afþreyingarmyndir, sem þá strax voru byrjaðar að skilja sig frá list- rænni framleiðslu. Þegar drengurinn smitast sjálfur af spænsku veikinni er það heimur kvik- myndarinnar sem heltekur hann. Í óráðinu heldur hann að hann sé kominn í sýningarklefa sem er sjóðheitur. Sýn- ingarmaðurinn varpar kvikmyndinni á líkama Mána Steins: Í kvikmyndinni á brjósti hans sést í nærmynd að gasi er blásið út um rist loftræstingar á vegg með ríkmannlegu veggfóðri. Klippt yfir á prúðbúna gesti í veislusal. Nærmynd af gasinu sem rýkur út um ristina á bringubeininu. Klippt yfir á konur og karla sem hlaupa um í örvæntingu. Nærmynd af rjúkandi gasinu. Klippt yfir á gestina sem berja á læstar salardyrnar. Nærmynd af gasinu. Klippt yfir á gestina reyna að brjótast inn í lungu drengsins. Nærmynd af gasinu. Klippt yfir á gestina í öngviti. Klippt yfir á svartklædda glæpamenn með gas- grímur sem læðast inn í salinn, út á milli rifbeina drengsins. (58–59) Myndin, sem gæti vel verið lýsing á spænsku veikinni, er greinilega innblás- in af blóðsugunum og hefur hér bók- staflega sameinast Mána Steini á sama hátt og Musidora sameinaðist Sólu. Á þennan hátt slær stöðugt saman list og veruleika, aðallega í krafti kvikmyndar- innar sem gegnsýrir alla söguna, líkt og plága, en kvikmyndahúsin eru vinsælt afdrep almennings við upphaf spænsku veikinnar: „Í bíóunum er líka hlýrra en á heimilum flestra, kolaskortur og hátt verð á steinolíu segir til sín“ (45). En þöglu kvikmyndunum þarf að fylgja tónlist og þegar undirspilarinn fellur í yfirlið kvikna ljósin: „Unga fólkið lítur í kringum sig og nú rennur upp fyrir því hversu margir í salnum eru orðnir veik- ir: Annað hvert andlit er kríthvítt, var- irnar bláar, ennið gljáð af svita, nasa- vængirnir rjóðir, augun vot og sokkin“ (47). Og Sjón vísar í sína fyrstu skáld-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.