Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 130

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 130
D ó m a r u m b æ k u r 130 TMM 2014 · 3 umbrot verksins. Fátt listhandverk er eins þakklátt þegar kemur að útgáfu á bók eins og silfur,- gull- og koparsmíði og kemur þar til bæði blæbrigðaríkur málmurinn og handbragð högustu smiða, þar sem hver og einn hefur sín persónueinkenni. Danir hafa gefið út bækur um sína silfursmíð, þar sem smá- gervir hlutir fá að njóta sín jafnt í heil- síðumyndum sem uppstækkuðum smá- atriðum; að handfjatla þessar bækur er eins og að vera með gripina sjálfa í höndunum. Feginn hefði ég viljað sjá fleiri uppstækkaðar myndir af ótrúlegri fjölbreytni mynsturgerðarinnar í íslensku skúfhólkunum, fleiri stórar lit- myndir af margbreytilegum smáatrið- unum í kvensilfrinu, dittó af teikning- unni í smáhlutum, svo ekki sé minnst á myndir þar sem sæist til fullnustu sú stöðuga ummyndun efnis og forma sem á sér stað í víravirkinu og loftverkinu í tímans rás. Þannig skynjar áhorfandi/ lesandi líka betur skapandi þátt þeirrar sögu sem sögð er í bók Þórs. Ekki er heldur hægt að segja að bók hans fái mikinn myndrænan stuðning af sýningunni sem sett var upp í tilefni af útgáfu hennar í Bogasal Þjóðminjasafns- ins. Í stað þess að gera áhugafólki kleift að fylgja eftir ýmsu því sem fjallað er um, til dæmis að skoða grannt þróunarsögu kaleika, breytilega formgerð hnífa og gaffla eða einfaldlega að bera saman gamalt handverk og nýtt, bregður sýn- ingarstjórinn, Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður, á það ráð að setja saman eins konar kúnstverk, innsetningu í gler- búri. Hún er gerð úr svífandi, hangandi og misjafnlega útafliggjandi silfri úr fórum Þjóðminjasafnsins, sem raðað er saman eftir tegundum, en að því er virð- ist án minnsta tillits til sögu og sam- hengis. Upplýsingar um staka gripi eru ekki fyrirliggjandi á sýningunni og flesta þeirra er ógerlegt að skoða í nálægð. Bók Þórs hefur að geyma ógrynni markverðra staðreynda. Fyrir það fyrsta er með ólíkindum hversu margir hand- verksmenn koma við sögu silfursmíðar- innar í aldanna rás, hátt á sjötta hundr- að, og þá er ekki einvörðungu átt við þá sem smíðuðu úr gulli og silfri, heldur einnig úr kopar, látúni, járni og öðrum málmblöndum. Af skiljanlegum ástæð- um höfðu sárafáir þeirra tök á að stunda þessar smíðar einvörðungu, heldur unnu að þeim meðfram búskap, útróðr- um og öðrum störfum. Þá er einnig áhugavert að lengi vel mátti telja á fingr- um annarrar handar þá smiði sem hlot- ið höfðu formlega starfsmenntun, t.d. í Kaupmannahöfn; flestir lærðu fagið af öðrum sjálfmenntuðum silfursmiðum í sama byggðarlagi. Það er ekki fyrr en á 19. öld að Íslendingar fóru í einhverjum mæli að afla sér fagþekkingar hjá silfur- smiðum í öðrum löndum, fyrst þá fóru þeir að stimpla – merkja – smíðisgripi sína. Þessi vöntun á stimplum hefur án efa torveldað eftirgrennslan Þórs. Lausleg könnun á starfsvettvangi smiðanna, eins og honum er lýst í síðara bindi verksins, leiðir í ljós að langflestir störfuðu þeir í Reykjavík og nágrenni – sem engum þarf að koma á óvart – en að staðaldri var næstflesta smiði að finna á Suðurlandi og austur undir Höfn í Hornafirði. Þar á eftir komu svo Norðlendingar: Akureyringar, Þingey- ingar og Skagfirðingar. Á sumum – og ólíklegum – stöðum voru hlutfallslega margir smiðir að störfum, t.d. í Vest- mannaeyjum, á Vestfjörðum og Snæ- fellsnesi. En þetta er sosum ekki skot- held statístík, því könnunin leiðir einnig í ljós að margir þessara smiða fluttu sig milli staða, stöldruðu kannski við í Reykjavík og unnu þar að iðn sinni um tíma.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.