Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Síða 134

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Síða 134
D ó m a r u m b æ k u r 134 TMM 2014 · 3 dagar sem dreymt var um virðast ekki í augsýn heldur ríkir óvissa um framtíð- ina. Umhverfismálin knýja okkur um svör við ýmsum óþægilegum spurning- um svo ekki sé meira sagt. Ljóðið vekur hugrenningar um hlýnun jarðar og hækkandi vatnsborð sem ógnar byggð og mannlífi. Annað ljóð sem nefnist „Heimsund- ur“ fjallar einnig um líf okkar nútíma- fólks og áreitið sem heilinn verður fyrir á öld internetsins og allra gervisam- skiptanna og gervitíðindanna sem þar er að finna: „Heimsundrum rignir í heil- ann“ stendur þar og einnig „Allir á njósn hjá öllum, fjær eða nær!“ Þor- steinn lýkur síðan ljóðinu með hógvær- legri áminningu um fábrotin gæði þess „að hollt gæti reynzt að vera einhverjum eitthvað“. Hann minnir hér á þau ein- földu sannindi sem vilja gleymast á öld þráðlausra samskipta að maðurinn hefur skyldum að gegna við samferða- fólk sitt. Það kann að reynast nokkurs virði að vera vinur í raun og reyna að sporna við fótum gegn þeirri taumlausu sjálfsdýrkun og sýndarmennsku sem einkennir svo margt á okkar dögum. Á svipuðum slóðum er Þorsteinn raunar í ljóði sem heitir „… fór eg einn saman“ með vísun í frægt erindi Hávamála. Þar segir meðal annars að betra sé að hafa félagsskap en fara einförum: „„Tvennt,/ sem tengist, fer betur en eitt,/skár en sundurleitt, trénað/ sjálfið í einum““. Þorsteinn frá Hamri hugsar til baka til æsku sinnar þegar hann var sveita- drengur í ljóðinu „Innan garðs“. Hann íhugar þá þröngu en sælu heimsmynd þegar allt var í föstum skorðum og ekk- ert utanaðkomandi raskaði ró heima- manna. En afhjúpunin er miskunnar- laus undir lok ljóðsins: „hve fjarlægt að vita sig/eiga eftir að sundrast/utan hliðs!“. Persónuleg saga sveitadrengsins fær hér aukna túlkunarvídd og skírskot- un. Hægt er að lesa þjóðarsöguna líka hér inn í. Næsta ljóð á eftir virðist beint framhald og heitir „Rof“ og tekst skáld- inu að magna upp býsna sterkt and- rúmsloft í því. Ljóðið er svohljóðandi: Vetrarkvöldin, voru það kvöld, eða sögur? Ský og byljir, voru það ský og byljir eða myrk örlög manna? Og sunnanblærinn, var það sunnanblærinn eða Sörli að þeysa í garð? Slíks spurði enginn … Svo splundraðist eitthvað í mönnum og veðrum, mönnum og orðum … Mörgum orðum. Það er hluti af galdri ljóðsins að varpa fram spurningum sem lesandanum er látið eftir að svara. Hér eru andstæður vetrar og sumars, náttúru og manns og skáldskapar og veruleika dregnar upp og vísað um leið í þekkta frásögn úr fornsögum, nánar tiltekið Ljósvetninga sögu eða Sörla þátt eins og skáldið getur um í Athugasemdum aftast í bókinni. Framan af ljóðinu ríkir jafnvægi í reynslu manna, innra lífi þeirra og ytra umhverfi, veðri og árstíð og orðum, en svo splundrast allt, samhengið hverfur. Rof er rétta orðið í samhengi þessa ljóðs. Ljóðið lýsir þannig í nokkrum hnitmið- uðum línum stórtíðindum 20. aldarinn- ar hér á landi, þegar nútíminn hélt inn- reið sína fyrir alvöru í íslenskt samfélag og umbylti öllu lífi landsmanna. Þorsteinn frá Hamri hefur ávallt sýnt í ljóðum sínum undraverð tök á tungu- málinu og ljóðstíl allra alda sem hann steypir saman í mjög persónulegan og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.