Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 104
Á r n i B e r g m a n n 104 TMM 2017 · 2 og trúvarnaritin. Enn fleiri lesa bæklinga og greinar og lærisveinar bera orð meistara síns út um allar sveitir til hinna ólæsu. Allt hefur þetta sín áhrif á hugarfar og gildismat, grefur undan sjálfstrausti yfirstéttarfólks en hressir þá sem umskipti vilja. Tolstoj getur náð til manna mun betur en framúrstefnubókmenntir eins og þær sem fútúristar settu saman: Í fyrsta lagi vegna þess að framandlegar tilraunir með form hrundu mönnum ekki frá honum. Hann heldur sig við klassískt skáldsöguform og fortölulist sem á að vera flestum mönnum aðgengileg og byrjar aldrei á að segja við públíkum „þið eruð asnar“ – eins og framúrstefnumenn gerðu blygðunarlaust. Í öðru lagi nær hann vel til fólks vegna orða sinna „svona er ekki hægt að lifa lengur“ sem eru sögð í nafni kristindómsins og þá einmitt þess félagslega þenkjandi kristindóms sem gerði sem allra mest úr boðorðinu „far þú og sel eigur þínar“. Þetta var gamalkunnur boðskapur sem Tolstoj herti á með því að hamast um leið á móti kirkjunni sem hann kvað falsa boðskapinn með því að réttlæta eignarréttinn (Jesús hafði sagt að ríkur maður ætti ekki heima í guðs ríki); herskylduna (gegn boðorðinu: þú skalt ekki mann deyða) og loks dómstólana (refsingar stríða gegn boðorðinu: dæmið ekki). Allar hans rök- semdir fengu aukið vægi í krafti þess að það mátti rekja þær til Krists sem var eini aðili mála sem allir Rússar vissu eitthvað um. Þær gengu um leið í félag við skáldskapartrúna í landinu sem þýddi að menn voru reiðubúnir til að treysta því að einmitt stórskáld eins og Tolstoj gæti frelsað boðskap Krists undan afskræmingu og falsi ríkisvalds og opinberrar kirkju. Boðun hans var einatt á þessa leið, svo vitnað sé til dagbókarskrifa hans í febrúar árið 1895: Það er ekki hægt að brjóta ofbeldi niður með ofbeldi – þá eflir maður afturhaldið. Ekki getur maður heldur gengið í þjónustu stjórnvalda – þá verður maður tæki í höndum stjórnarinnar. Aðeins eitt er eftir: að berjast við stjórnvöld með vopnum hugsunarinnar, orði og lífsháttum, láta ekki undan kröfum þess og ganga ekki til liðs við það. Þetta eitt er nauðsynlegt og mun að líkindum bera árangur. Og þetta er það sem Guð vill og Kristur kenndi. Í þriðja lagi heyrðist vel til Tolstojs vegna þess að bændurnir, sem voru þá meirihluti þjóðarinnar, höfðu aldrei sætt sig við eignarrétt óðalsherra á landi. Þeim fannst alltaf að það væri höfuðranglæti og reginsynd að þeir menn ættu landið og hirtu ágóða af því sem ekki ræktuðu það sjálfir. Þess vegna voru í Rússlandi afar góð móttökuskilyrði fyrir boðskap manns sem var sjálfur bæði greifi og landeigandi en sagði afdráttarlaust að það væri skylda kristinna manna, eins og Rússar vildu vera, að gefa öllum heimi göfugt fordæmi með friðsamri byltingu sem afnemur einkaeignarrétt á landi. Hann bætti því reyndar við að ef slík friðsamleg bylting verður ekki þá fáum við Rússar yfir okkur blóðuga byltingu. Gáum einnig að því hve vel boðskapur Tolstojs samræmist þeirri rússkaja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.