Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 10
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 10 TMM 2017 · 4 jónsson Wulcan. Ég á einn bróður, Hilmar Ramos, sem er sex árum eldri en ég. Við erum hálfsystkin. Mamma á hann af fyrra hjónabandi. Hvaðan af landinu ertu ættuð? Ég er fædd í Reykjavík. Ég er ættuð af Seltjarnarnesi, langamma mín fædd- ist á Eiði sem í dag er Eiðistorg og ég veit ég á ættir að rekja vestur og austur en annars held ég að fólkið mitt hafi flakkað á milli landshluta og erfitt að setja fingur nákvæmlega á hvaðan það kemur. Þú ólst upp í Reykjavík – viltu segja mér frá bernskustöðvunum? Fyrstu þrjú árin var ég á Barónsstíg þar sem pabbi og mamma og Hilmar bjuggu í mjög lítilli íbúð. Svo þurftu þau að stækka við sig og keyptu blokk- aríbúð í Hólahverfinu í Breiðholtinu. Þar bjó ég ásamt fjölskyldu minni þangað til ég var ellefu ára og foreldrar mínir skildu og mamma keypti íbúð í Hlíðahverfi og ég bjó í Hlíðunum þangað til ég fór að heiman sautján ára. Geturðu sagt mér frá umhverfinu – landslaginu þarna í kring – þegar þú varst lítil. Ég á nokkrar minningar af Barónsstíg og upp í hugann kemur oft bak- garðurinn við gráu steinhúsin við Eiríksgötu og skúrinn þar og þakið á skúrnum. Í Breiðholti bjuggum við á efstu hæð, ekki í hárri blokk en við höfðum ágætt útsýni yfir hverfið og yfir skólalóð, yfir leikskóla og yfir Hóla- garð og aðeins yfir Reykjavík líka. Upp í hugann koma þakið á bílskúr, þakið á Hólagarði og þakið á Hólabrekkuskóla. Þú horfir á bernsku þína úr lofti? Já. Manstu fyrstu minninguna? Ég á nokkrar sem ég veit ekki í hvaða tímaröð gerðust. Ein tengist konu sem bjó á efstu hæðinni í húsinu á Barónsstíg, hún varð vinkona mín, bakaði flatkökur á pönnu og var alltaf að fara í jarðarför. Ég hélt hún færi að tína jarðarber og vildi fara með að tína jarðarber. Það er ein minning. Ég á fleiri minningar af fólkinu á stigaganginum og samskiptunum við það. Mamma þín var skáld, rithöfundur og þýðandi, varstu meðvituð um það þegar þú varst lítil? Já, ég man eftir áherslunni sem var lögð á vísur og kveðskap. Vísnabókin var mikið uppi við. En þó held ég það sé ekki óvenjulegt og tengist ekki endilega því að hún var skáld – vísur eru mjög góð aðferð sem við notum til að tala við börn – að ríma og leika sér með tungumálið. Þegar ég kom í grunnskóla átti hún ljóð í skólaljóðum og það undraði mig að hinir krakk- arnir ættu ekki mömmu sem átti ljóð í skólaljóðum. Mig minnir að það hafi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.