Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 13
H n e f i b e i t i r h e i ð a r l e g r a o f b e l d i TMM 2017 · 4 13 Það er dálítill munur þar á já. Heyrðu, ég tek til baka: maður verður dapur af að hugsa ekki um dauðann! Af hvernig hljóðum hrífstu? Viðarhljóðum. Og skinnhljóðum. Trumbuhljóðum. Núna er ég líka hrifin af sækadellik hljóðum og sækadellik rokki, 13th Floor Elevator og Exuma – Exuma var tónlistarmaður frá Bahama. Svo er ég hrifin af bjölluhljóðum ef þær eru ekki of skærar, silfurbjöllum og hljóðum úr vindhörpum. Mm, hvaða hljóð þolir þú ekki? Ég á erfitt með suma ambient-teknó tónlist, ekki vegna þess mér þyki hún asnaleg – ég verð bara grunndöpur. Ákveðna tegund af popptónlist höndla ég illa og viss tónlist með mikilli ákefð, miklum skala og ýktri raddbeitingu. Það er einsog verið sé að segja mér eitthvað sem ég vil ekki heyra. Margt er flott sem hefur ákefð og skala en ekki ákefð og skali sem búinn er til af vanefnum. Við hvaða annað starf myndir þú kjósa að vinna? Í allan dag gæti ég talið upp það sem ég myndi ekki vilja gera. Það er næsta spurning: og alls ekki vilja vinna við? Ég get ekki keyrt bíl í vinnu því ég hef ekki bílpróf. Ég vildi helst ekki mæta snemma á morgnana eða á stað þar sem ég þyrfti að díla við margt fólk. Kannski gæti ég orðið næturvörður en þá færi ég kannski að hugsa of mikið eins og maður gerir á nóttunni og það væri kannski ekki nógu gott. Hver er uppáhaldsliturinn þinn og -blóm? Blár. Bláklukka. Uppáhaldsfugl? Uppáhaldsfuglinn minn er snjótittlingur. Eða auðnutittlingur, einhver tittlingur. *** Hvernig barn varstu? Óþekk, stillt. Ég veit það ekki – ég hef hugsað mikið um það sem er sett á barn, hvernig barni er sagt hvernig það er og var og ég held ég hafi ekki verið sú sem mér var sagt frá eftirá að ég hafi verið. Þegar maður er barn er maður opinn – maður er ekki orðinn – maður er alveg tær. Ég var örugglega skemmtileg, uppátækjasöm og áhugasöm. Hvernig unglingur? Þú kynntist mér þegar ég var unglingur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.