Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 36
S i g u r j ó n Á r n i E y j ó l f s s o n
36 TMM 2017 · 4
sig upp á, smyrja höfuð sitt olíu og njóta víns. Og loks er það, sem á líka við
alla daga, sem er að njóta lífsins með þeim „sem þú elskar“. Prédik arinn vísar
hér óneitanlega til vægis þess að búa með maka sínum. Ritskýrendur vísa til
þess að Prédik arinn kenndi ógiftum ungum mönnum og þess vegna sé ekki
tekið sérstaklega fram að um maka þeirra væri að ræða, þó það sé inntakið.33
Matur, tilbreyting og samfélag móta ekki bara allt líf manna, heldur eru
rými blessunar Guðs. Þó að bæði hamingjan og ánægjustundir lífsins séu
undir fallvaltleikann settar dregur það ekkert úr vægi þeirra. Prédik arinn
kveður skýrt á um að virða gjafir Guðs með því að njóta þeirra. Hér er fyrir
hann ekkert af eða á, okkur er hreinlega skipað: „Farðu því“ og lesandinn
hvattur: „et […] með ánægju […] drekktu […] [n]jóttu“ og „gleðstu“ (Pr 3.22).
Hebreska orðið sem býr að baki þýðingunni „með ánægju“, þýðir glaður í
hjarta og í fullvissu.34 Þess ber að geta að brauð og vín heyrðu til grunn-
næringar fólks í Ísrael. Prédik arinn er hér með allt aðra áherslu en þá sem er
að finna í fyrstu Mósebók, um að maðurinn eigi að neyta brauðs síns í svita
síns andlits (1Mós 3.19). Vissulega er vinnan oft erfið og lífið þverstæðufullt,
eins og kom fram í fyrri hlutanum, en það á ekki að varpa skugga sínum á
ánægjuefni lífsins.
Í fornöld voru hvít klæði hátíðarklæðnaður, líkt og jakkaföt og síðir kjólar
eru í dag. Sama á við um olíuna. Hún tilheyrði grunnþörfum fólks og var
mikilvæg í líkamlegri umhirðu. Hún hlífði húðinni fyrir geislum sólarinnar,
þurrki, kulda, sandi, flugum og biti. Yfirleitt notaði fólk ólívuolíu, en einnig
fínni olíur sem bætt var í ilmefnum. Þær þjónuðu svipuðu hlutverki og ilm-
vatn og rakspíri í dag.35 Í fyrri hluta Prédik arans var fjallað um vægi þessara
þátta án tengsla við Guð og niðurstaðan varð þá að allt væri hégómi og eftir-
sókn eftir vindi en lífið fái merkingu og sitt hversdagslega vægi hér og nú, í
tengslum við Guð.36 Hamingjan felst sem sé ekki í því að svipta hulunni af
ókominni framtíð eins og heimsslitafræðingar álíta eða óljósri fortíð, til að
binda sig og helst aðra við reglur sem menn álíta að þar sé að finna. Þetta
eru þekktar aðferðir móralista allra tíma og gera lítið annað en að svipta
núið merkingu sinni og þeirri ánægju sem þar er þó hægt að finna og njóta.
Prédik arinn hafnar slíku og vísar til hversdagsleikans og nautna hans. Þar er
blessun Guðs að finna m.a. í mat og drykk, brauði og víni, og um fram allt í
samfélagi með öðrum sem er hvergi eins náið og með maka sínum. Þetta er
kjarni carpe diem guðfræði Prédik arans. Margur gæti spurt: „Er þetta allt og
sumt?“ Já, því það er heilmikið að greina blessanir Guðs mitt í hversdagsleik-
anum og gangast við þeim! Því þakklæti fyrir okkar hverfulu hamingju getur
gert veruleikann að paradís þó um stund sé. Og ekkert er áunnið með því að
rífa þá sýn niður með mórölsku þunglyndishjali þeirra sem eru í „raunsýni“
sinni þegar upp er staðið staurblind á gjafir Guðs. Enda segir segir Jesús um
slíka aðila á einum stað: