Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 57
S m a l a d r e n g u r i n n TMM 2017 · 4 57 Söguhlýðendum er ekki beinlínis sagt hvort þessi sveinn lifir af en það virðist harla ólíklegt. Honum er þannig fórnað fyrir þá nauðsyn sem er víg Bolla í hefnd fyrir Kjartan Ólafsson. Sem nafnlaus aukapersóna skiptir þessi smaladrengur greinilega engu máli fyrir persónur sögunnar sem þurfa ekki að velta örlögum hans frekar fyrir sér eftir að þaggað hefur verið niður í honum, öfugt við nútímalesendur sem reikna má með að skilgreini þetta sem óþarft barnamorð.7 Erfiðara er að gera sér í hugarlund hvað miðaldaáheyrendum hefur fundist um þetta atvik. Skipti smalinn þá máli eða ekki? Hversu hetjulegur hefur þeim þótt Án hrís- magi sem afrekar að hlaupa uppi drenginn þó að hann sé roskinn sjálfur?8 Í framhaldinu mætti spyrja: ætli hlýðendur sögunnar á ýmsum tímum hafi gert sér að leik að telja allt það nafnlausa fólk sem lætur lífið í þeim?9 Ekki er það rætt í sögunum; á smalamanninn er þannig aldrei minnst eftir þetta. Hann skiptir til dæmis engu máli í vandlegum útreikningi hefndarinnar. En ef til vill gerir höfundur samt ráð fyrir áheyrendum sem stendur ekki alls kostar á sama þó að ef til vill sé ekki ætlast til að þeir grufli um of yfir dauða smalans í ljósi þeirra miklu atburða sem fylgja í kjölfarið.10 Sannarlega er láti hans lýst á áleitinn hátt og nokkru síðar birtist annar smalamaður í sögunni við svipaðar aðstæður. Víg Bolla er hefndarvíg fyrir Kjartan, afar magnþrungið og dramatískt. En Laxdæla saga er ekki öll þar sem hún er séð og eftir hið mikla drama þegar Bolli lætur líf sitt fylgir gamansamt hefndar- víg sem virðist öðrum þræði úrlausn eða léttir, víg Helga Harðbeinssonar.11 Einnig í þeim söguþætti birtist nafnlaus smalamaður sem að öllum líkindum er á unglingsaldri en núna geta þeir áheyrendur sem féll allur ketill í eld við hrottalegt dráp smalamanns Bolla tekið gleði sína á ný því að þessi smali lifir af sem má teljast eðlilegt í gamanleiknum sem fylgir harmleiknum. Helga Harðbeinsson hefur dreymt illa og biður smalamann sinn að „hyggja at mannaferðum eða hvat hann sæi til tíðenda“. Drengurinn kemur aftur og segir: „Séð hefi ek þat, at ek ætla at tíðendum muni gegna“, menn eigi allfáa sem eru honum ókunnugir. Þegar Helgi innir hann eftir útliti þeirra og klæðaburði segir sveinninn: „Ekki varð mér þetta svá mjǫk felmt, at ek hugleiddak eigi slíka hluti, því at ek vissa at þú myndir eptir spyrja“.12 Eins og heyra má fær þessi drengur þannig orðið í sögunni, umfram smalamann- inn hans Bolla. Hann nýtir það meðal annars til að ræða hræðsluleysi sitt. Þegar menn – og kannski sérstaklega ungmenni – hafa orð á hræðsluleysi sína grunar áheyrandann oftast að hræðslan sé ekki með öllu fjarri og ekki er ólíklegt að samúðarfullir áheyrendur hafi skilning á þeirri hræðslu, ekki síst þeir sem varð ónotalega við dráp smalamanns Bolla. Líklegt er að allir síðmiðaldaáheyrendur hafi vitað að smalamönnum í spennandi sögum er hætt og því er tal drengsins um hræðsluleysi sitt írónískt. Áheyrandinn veit að hann er samt hræddur einmitt úr því hann sér ástæðu til að neita því af því áheyrandinn sjálfur deilir þeirri hræðslu að einhverju leyti þó að hinn létti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.