Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 58
Á r m a n n J a k o b s s o n 58 TMM 2017 · 4 bragur á þessu tiltekna hefndarvígi hafi ef til vill aukið einhverjum bjartsýni um örlög drengsins. Við tekur löng lýsing smalamannsins á mönnunum sem fara að Helga, svo löng og rækileg að hann er þrátt fyrir aukahlutverk sitt og nafnleysi ein sú sögupersóna í Laxdæla sögu sem hefur hvað lengst orðið í beinni ræðu.13 Merking þessara löngu lýsinga hefur vafist fyrir túlkendum en hér verður gert ráð fyrir að hún sé spaugsamt tilbrigði við það stef sem eru hinar löngu og rækilegu mannlýsingar á hetjum Íslendingasagna. Á 20. og 21. öld hefur einnig vafist fyrir túlkendum hvað skuli gera við tvo karlmenn, gamlan mann og unglingspilt, sem ræða útlit annarra karlmanna af slíkri natni og tilfinn- ingu fyrir líkamsburðum og klæðaburði. Í öllu falli er nákvæmni drengsins í lýsingum aðdáunarverð og hlýtur að gera það að verkum að söguhlýðendur velti honum meira fyrir sér en ella þó að vitaskuld gegni lýsingarnar einnig því hlutverki að sviðsetja þær öllu mikilvægari persónur sögunnar sem taka þátt í aðförinni að Helga. En fyrir vikið verður áheyrendum sennilega hlýtt til drengsins og hann virðist enda fá að lifa af aðförina því að hans er seinna getið í selinu með Helga og tólf ára syni hans Harðbeini en ekki kemur þá fram hvort hann er veginn eða ekki. Harðbeinn Helgason er nógu mikilvægur til að nafn hans sé nefnt og sagt hann fái grið en smalamaðurinn er ekki nefndur og ef til vill er ekki gert ráð fyrir að áheyrendur kæri sig um að vita hvort hann lifi af þrátt fyrir allnokkra fyrirferð hans í sögunni. Þó má fastlega búast við að einhverjir hafi gjarnan vilja vita það og höfundur viti vel af því en samningur milli höfundar og lesenda Íslendingasagna er á þá leið að um nafnlausar per- sónur sé ekki rætt að óþörfu. Við getum leyft okkur að vona að hann lifi úr því að hið gagnstæða er ekki fullyrt en það verður að duga okkur.14 Drengurinn með höfuðið Tveir smalamenn í viðbót leika hlutverk í Laxdæla sögu. Annar er smala- maður Bróka-Auðar sem fylgir henni þegar hún veitir Þórði Ingunnarsyni áverka og á þó erfitt með að fylgja henni á leiðinni vegna þess hve hratt hún ríður. Hinn er smalamaður Þorkels bónda að Hafratindum sem vill vara Kjartan Ólafsson við þegar Ósvífurssynir og Bolli sækja að honum hinsta sinni en Þorkell bregst reiður við, kallar hann „fóla þinn“ og vill í staðinn fylgjast með víginu eins og góðri skemmtidagskrá.15 Fyrir vikið er Þorkell veginn til hefnda fyrir Kjartan eftir að annar ungur sveinn hefur greint Þor- gerði Egilsdóttur móður Kjartans frá hegðun hans. Þessir smaladrengir eru báðir fulltrúar lesandans inni í textanum, hins venjulega manns sem bregst eðlilega við en er teflt fram gegn óvenjulegri eða andstyggilegri hegðun. Það er ekki óalgengt hlutverk smalamanna í sögunni að vera aðeins utan við söguna og fella þar með óbeint dóm yfir viðburðum hennar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.