Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 60
Á r m a n n J a k o b s s o n 60 TMM 2017 · 4 nefndur er viðbjóður hans þegar hann fær mannshöfuð í hendur sannarlega hans eigin. Þar með verður hann örskamma stund siðlegur áttaviti í sögunni, áður en hverfur þaðan jafn nafnlaus og í öndverðu. Tilvísanir 1 Roland Barthes, La chambre claire: Notes sur la photographie, París, 1980. 2 Þannig hef ég skrifað nokkrar greinar um börn, gamalmenni og fatlað fólk í íslenskum miðaldatextum sem hluta af þessu verkefni: „Uppreisn æskunnar: Unglingasagan um Flóres og Blankiflúr,“ Skírnir 176 (2002), 89–112; „Ástin á tímum þjóðveldisins: Fóstur í íslenskum mið- aldasögum,“ Miðaldabörn, Ármann Jakobsson og Torfi H. Tulinius ritstýrðu, Reykjavík, 2005, 63–85, „Aldraðir Íslendingar 1100–1400: Ímyndir ellinnar í sagnaritum miðalda,“  Saga  46 (2008), 115–40; „Fötlun á Íslandi á miðöldum: Svipmyndir,“ Fötlun og menning: Íslandssagan í öðru ljósi, ritstj. Hanna Björg Sigurjónsdóttir, Ármann Jakobsson, Kristín Björnsdóttir, Reykja- vík, 2013, 51–69. 3 Það sem Carol J. Clover kallaði á sínum tíma „rainbow coalition of everyone else (most women, children, slaves, and old, disabled, or otherwise disenfranchised men)“ („Regardless of Sex: Men, Women, and Power in Early Northern Europe,“ Speculum 68 (1993), 363–87, á bls. 380. 4 Eyrbyggja saga, Íslenzk fornrit 4, útg. Einar Ól. Sveinsson, Reykjavík, 1935, 93. 5 Þetta hef ég áður rætt á þessum vettvangi: „Yfirnáttúrlegar ríðingar: Tilberinn, maran og vit- sugan,“ Tímarit Máls og menningar 70.1 (2009), 111–21. 6 Laxdæla saga, Íslenzk fornrit 5, útg. Einar Ól. Sveinsson, Reykjavík 1934, 165–66. 7 Þetta kom vel í ljós þegar ég kenndi Laxdælu haustið 2015 við Endurmenntun Háskóla Íslands. Það er ástæða til að þakka sérstaklega nemendum mínum í fjórum miðaldasagnanámskeiðum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands árin 2015 og 2016. Það verður varla ofsagt hve mjög ég hef sjálfur menntast um fornsögurnar í viðleitni minni til að kenna því góða fólki sem sækir námskeið Endurmenntunarstofnunar. 8 Án svarti er einn þriggja húskarla eða smiða Ólafs pá sem kynntir eru í 24. kafla sögunnar (Laxdæla saga, 66) en hann leikur svo lykilhlutverk í bardögum liðlega fjórum áratugum síðar (Laxdæla saga, 147–67), þá líklega kominn á sjötugsaldur. Enn lengur lifir raunar Beinir sterki sem er vígamaður í þjónustu Halldórs Ólafssonar í Hjarðarholti sex áratugum eftir að hann er fyrst kynntur (Laxdæla saga, 221). 9 Enn er enginn gagnagrunnur til um allar nafnlausar persónur sem birtast og leika hlutverk í Íslendingasögunum enda þeirra ekki getið í nafnaskrám sagnanna (öfugt við Shakespeare sem telur upp allar persónur í upphafi). 10 Í kvikmyndinni Austin Powers: International Man of Mystery (1997) var gert grín að örlögum aukapersóna í stuttum atriðum (sem raunar var sleppt í þeirri gerð sem sýnd var í bandarískum kvikmyndahúsum) þar sem gert var hlé á meginsöguþræðinum til að sýna fjölskyldu og vini látinna varða á vegum skúrksins, alla jafna dæmigerðar aukapersónur sem áheyrendum er ekki ætlað að skeyta um. Velta má fyrir sér hvort þetta sé fyrir áhrif frá Roland Barthes, svipað og þessi rannsókn. 11 Það var fyrst þegar ég kenndi Laxdælu við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands að það rann upp fyrir mér hversu gamansöm lýsingin á vígi Helga er. Hitt blasir við að þar eru endur- tekin mörg sömu efnisatriði og í harmrænu vígi Bolla nokkru fyrri sögunni. Þetta nær ákveðnu hámarki þegar flokkurinn sem fer að Helga situr lengi við „að eta dagverð“ (Laxdæla saga, 186) áður en haldið er í vígið en einnig má nefna til persónuna Víga-Hrapp sem birtist upp úr þurru, „segir mart, en spurði fás“ (bls. 191) og er svo veginn fyrstur við lítinn orðstír. 12 Laxdæla saga, 186. 13 Lýsingar smalamannsins taka upp allan 63. kafla sem er um fimm bls. í útgáfu Íslenzkra forn- rita. Ég hef enn ekki gert tölulega rannsókn á hve mörg orð einstakar persónur Laxdælu láta falla í sögunni en þessi ónafngreindi smalamaður er sannarlega meðal þeirri orðfleiri. 14 Það virðist ekki ósennilegt að söguhlýðendur miðaldasagna hafi alla tíð velt fyrir sér nákvæm- lega hvaða persónur hafi lifað af í sögunni og hverjar ekki og ef til vill er því iðulega haldið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.