Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 82
82 TMM 2017 · 4 Scientewic Dezceptlow Hinstu færslur úr leiðarbók Scientewics Dezceptlow kapteins* Uggi Jónsson þýddi Faxaflóa, 24. apríl 1952 Það var löngu tímabært að ég tæki upp úr sjóferðakistunni gamla fjaðra- haminn. Til stórra muna hressti það mig að finna háloftin leika um kroppinn og best af öllu var súldin, þó varla nema á þrjátíu faðma kafla, sem hvolfdist yfir mig eina örskotsstund, þegar ég var staddur nokkrar sjómílur vestur af Álftanesi. Stuttu síðar kom upp að hlið mér svartbakur og hann var fljótur að reikna, gargaði til mín á ensku, sjálfsagt verið eitthvað á Suðurnesjum: I hope you’ll find your way. Að svo mæltu herti hann vængjatökin og stakk mig af. Brátt flaug mér í hug löngu glötuð slóð og fljótlega upp úr því fataðist mér flugið. Faxaflóa, 12. maí 1952 Enn norpa ég í hafskorpunni, í dag sem í gær og dagana marga og marga þar á undan. Það er furðanlega lítil skipaumferð hér. En ég hef þó félagsskap af múkkunum. Flotþol fjaðranna er miklum mun meira en mig eða nokkurn mann gat grunað, langtum meira en lýsingarnar í leiðbeiningunum gáfu til kynna. * Enn muna fáeinir eldri Reykvíkingar nokkuð vel eftir Dezceptlow kapteini, enda setti hann í nokkur misseri allsérstæðan svip á miðborgarlífið um miðja tuttugustu öldina. Einkum þótti eftir- tektarverður hinn skrautlegi farkostur hans, smáskipið Phenomenia, sem lá við Ægisgarð um árabil. Það var gert upptækt vorið 1953 vegna vangoldinna hafnargjalda og selt úr landi – sem var að segja má fyrirhyggjuleysi, því að sögn mætra manna sómdi það sér vel að öllu leyti og var til meiri prýði í hafnarlandslaginu en flest annað sem þar bar fyrir sjónir, að Hegranum ólöstuðum. Dezceptlow kapteinn hafði af einhverjum ókunnum orsökum horfið ári áður, en á öndverðum sjöunda ára- tugnum rak vatnshelda leiðarbók hans á land skammt vestur af Vogum á Vatnsleysuströnd og var henni með tíð og tíma skilað til ættingja hans í Póllandi. Það var svo rúmlega hálfri öld síðar sem leyfi fékkst til að þýða og birta úr henni hinstu færslurnar og eiga afkomendur Dezcept lows kapt- eins fyrir það þakkir skildar. Þeim mun ekki síst hafa komið á óvart enskukunnáttan sem þeim var ókunnugt um að kapteinninn byggi yfir (eitthvað mun hann reyndar hafa dvalið á Suðurnesjum), en jafnframt voru þeir fullir stolts yfir þrautseigju forföður síns. [Þýð.]
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.