Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 90
J ó n S i g u r ð s s o n 90 TMM 2017 · 4 eymd atvinnulausra í almenningsgörðum bandarískra stórborga og undir áhrifum frá Upton Sinclair og fleiri róttækum höfundum. En þessi skilningur Halldórs Kiljans Laxness á ritunartíma Sjálfstæðs fólks á óbreytanlegri stöðu smábóndans í veröldinni hefur eflt hann og magnað við ritun verksins. Þá hefur hugsjónafullvissan kveikt elda í sál skáldsins, að unnt sé að ráða bót á þessum kjörum, unnt sé að tendra þetta mannlíf upp með vonum og vissu um bjarta framtíð með breyttum samfélagsháttum. Hér hefur skáldið fundið til krafta sinna í háleitu verki og margfaldað skírskotun þess. Kynslóðir lesenda í ólíkustu aðstæðum og mörgum löndum hafa heillast af þessu skáldverki. Lesendur hafa tekið það til sín, frásögur, lýsingar og fólkið sem lifir og berst í verkinu. Þetta virðist staðfesta víðar skírskotanir og almennt gildi þess. Í verkinu er breiður straumur samfélagsþróunar og bárurnar brotna á fólkinu. En í verkinu er mannlíf í deiglu, og lesendur hafa ekki allir fundið það sama: Sumir benda á þætti og einkenni sem metin eru „jákvæð“ og aðrir þvert á móti. Greinilegt er að þetta mannlíf, Bjartur í Sumarhúsum og samfélag hans eru sannfærandi sem heildarmynd, en um leið birtast afar sérstæð skaphöfn, viðmót og einstaklingseinkenni Bjarts sjálfs mjög skýrt. Hann virðist í senn algerlega einstæður og þó um leið dæmigerður fulltrúi hóps eða hópa, samfélags, tímabils og hugarfars. Og jafnframt birtir verkið djúpar þrár og tilhneigingar manna, ekki síst Bjartur sjálfur. Í þessu verki hafa lesendur fundið almennar skírskotanir, dæmigerðar aðstæður og hugsanir – og algerlega einstæð atvik, ummæli og sérstæðar manneskjur. Þær og lífsbarátta þeirra heilla og kveikja samsömun. V Mannlýsingarnar í Sjálfstæðu fólki hafa löngum heillað lesendur. Peter Hall berg rifjar upp ummæli skáldsins úr öðru verki: „… ofvöxtur persónu- einkenna … í hálfsiðuðum löndum“ (H 1937; Hallberg 1971:56. Gerska æfintýrið). Sterkust er auðvitað mynd aðalsöguhetjunnar Bjarts bónda, en Rósa, Ásta Sóllilja og synirnir stíga líka fram dregin sterkum dráttum. Séra Guðmundur er ógleymanlegur og kafli um prestinn er undarleg blanda öfga, afkáraskapar og dásamlegrar kímni (H 2011:176–186). Rauðsmýrar-maddaman er að verulegu leyti háðsmynd, og mörkuð óþarf- lega augljósri fæð af hálfu skáldsins. Skáldið leggur henni í munn, til háðungar, þekkt ummæli sem það hefur tekið frá nafnkunnu samtíðarfólki (H 2011:34–39; sjá einnig: Vésteinn 1983). Flestir aðrir en hún njóta þess að varpað er ljósi á fleiri en eina hlið, á kosti með göllum, styrkleika við hlið veikleika. Finna mætti í verkum Halldórs Kiljans Laxness fleiri dæmi þess að virðing hans fyrir eiginkonum og sambýliskonum hafi átt sér takmörk, nema aldurhnignar væru. Bera mætti saman lýsingar á Rósu, Finnu og Brynju í Sjálfstæðu fólki og síðan á Jarþrúði Jónsdóttur í Heimsljósi (H 1937–1938). –
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.