Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 93

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 93
Á l e i ð i s a ð U r ð a r s e l i TMM 2017 · 4 93 stundum setji hroll að lesandanum hrífst hann af óstýrilæti þessa manns. Bjartur höfðar til löngunar sem blundar í langflestum sem finnst að sér hert, – að rísa upp, að láta allt flakka, standa á sínu, láta þá heyra það, ganga fram af þeim, jafna um þá … Það hitnar í lesmálinu þegar Bjartur tekur til máls. Þá kemur eitthvað hressilegt, eitthvað óvænt, skemmtilegt, jafnvel heillandi. Og Bjartur sest að í hugskoti lesenda. Hvernig á að skýra viðmót Bjarts? Lá það ekki beint við að birta þennan vinnumann, þetta ættlausa hjú, sem undirgefinn, hikandi með húfuna á milli fingranna, tvístígandi óttafullan og biðjandi? Tekst skáldinu að sann- færa lesandann um þessa blendni og margfeldni Bjarts? Fer lesandinn aldrei að efast um tök höfundarins? Dómur ótalinna lesenda er skýr. Myndin af þessum manni verður einmitt við þetta djúp og gædd mennskum glitflötum, og spennan í þessum einkennisþáttum verður jafnframt þensla og streita á samfélagsfleti verksins. Skoðanir Bjarts birtast á mörgum stöðum í verkinu sem vænta má. Bjartur segir: „… því ég álít að öll félög séu til bölvunar fyrir einstaklinginn“ (H 2011:344). Margsinnis birtist trú hans og tryggð við sauðkindina (H 2011:127–128, 595 og víðar). Hann hefur skömm á peningum (H 2011:344). Og samstaða hans með tíkinni bregst ekki frekar en andúðin á kúnni: „Aldrei getur beljudjöfullinn látið tíkargreyið í friði“ (H 2011:290). Vísur Bjarts eru þrungnar skoðunum hans, kenndum og logandi þrá, ekki síst þær sem hann sendir áleiðis til Ástu í síðara hluta verksins. Og stefnuskrá Bjarts er í vís- unum sem hann kvað um „Útirauð á Mýrum“ (H 2011:372). Ekki þarf langt að leita rótanna að uppreisnarorðum Bjarts. Sjálfur var Halldór Kiljan Laxness alkunnur fyrir stóryrði í bókum og blaðagreinum. Í verkum hans má greina áhrif frá prakkarasögum (picarescas) með hressilegri hugkvæmni, fyndni og hæðni skáldsins. Og eitthvað lærði hann af róttæka skáldinu þýska, Bertolt Brecht. Halldór hafði þegar góða reynslu af því að einmitt þetta vakti áhuga og hrifningu lesenda. Þótt margir hneyksluðust er vitað að róttækar fullyrðingar Halldórs í bókum og greinum vöktu athygli, hrifningu og jafnvel kátínu margra sem ekki hefðu kosið að taka undir með skáldinu að öllu leyti. Íslendingar hafa ánægju af munnsöfnuði. Óvænt fyndni, stórhlægilegar orðmyndanir, fáránleg öfgastóryrði, afkáralegir hæl- krókar í lýsingum og ýkjukennt háð voru lifandi hluti í því sem kallað var „kiljanskur stíll“. Kímnin er líka gamalkunnt bragð, til að sýna nýja fleti máls með ljósi úr óvæntri átt, slaka á spennu og koma í veg fyrir væmni. Af öðru tilefni orðar Helgi Hjörvar þetta svo að þannig: „… finnur maður ekki ofbragð af því sem innilegt er“ (Helgi 1960:12). Þetta birtist ekki síst þannig að það sem lesandinn hélt að væru ósættanlegar andstæður birtast hvor innan um og inni í annarri með ótrúlega fyndnu orðalagi. Heitri kennd, innlifun, sorg eða blíðu er á augabragði slegið við fyndinn útúrsnúning, ískalt háð eða afneitun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.