Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 97
Á l e i ð i s a ð U r ð a r s e l i TMM 2017 · 4 97 Ilt er það alt og bölvað, skítt veri með það og svei því, – í hvaða bók stendur þetta nú aftur? O ætli það standi ekki í biflíunni, sagði Bjartur. Æ hvurnin læt ég, sagði maðurinn þá, náttúrlega stendur það þar“ (H 2011:706–707). Skáldið leyfir sér í þessum trúmálaumræðum að ganga djarflega út yfir þau mörk sem raunsæisleg frásaga hefði þolað. Og þegar ýmis önnur gögn eru skoðuð um rithöfundarferil Halldórs verður ekki hjá því komist að álykta að hann velji sér Guðbjart Jónsson að talsmanni á sviði trúmála. Samanburður við Vefarann mikla frá Kasmír bendir til að svo sé. VIII Stefán Pálsson sagnfræðingur hefur vakið athygli á hugsanlegum áhrifum frá skáldverki bandaríska rithöfundarins Upton Sinclair (1878–1968), The Jungle sem út kom 1906 (Stefán 2017). Eins og Halldór Kiljan Laxness hefur margsinnis minnt á þekkti hann Sinclair persónulega, leitaði til hans á dögum sínum vestan hafs, umgekkst hann um skeið og bar mikla virðingu fyrir honum (H 1928, 1929). Upton Sinclair var vinsæll róttækur rithöfundur, samfélagsrýnir og verkalýðssinni. Hann barðist hart fyrir réttindum og hags- munum verkalýðsins og boðaði sósíalisma. Ýmis skáldverk hans, ritgerðir og fyrirlestrar náðu til fjöldans. Öllum verkum Sinclairs var ætlað skýrt boð- unarhlutverk af hálfu höfundarins. Stefán Pálsson nefnir allmörg atriði sem gætu komið til greina sem sam- svaranir eða áhrif frá skáldsögu Sinclairs The Jungle á Sjálfstætt fólk. Sagan fjallar um örlög fátæks verkamanns frá Litháen, Jurgis Rudkus að nafni, sem gerist innflytjandi til Chicago-borgar í Bandaríkjunum. Örstutt endursögn getur verið á þessa leið: Sagt er frá búferlum til draumastaðar; lýst er vinnu- hörku, harðri lífsbaráttu og vonbrigðum; margs konar áföll verða, sjúkdómar, örbirgð, svik, aleiga tapast; eiginkonunni er nauðgað, vinnuveitandi misnotar hana; hún deyr af barnsförum; draumur verður að martröð; Jurgis gefst upp og verður skeytingarlaus um allt; en í lok sögunnar fer hann á fund hjá rót- tækum sósíalistum og öðlast nýjan skilning á málum; undir lok verksins matar höfundur lesendur á boðskapnum (Stefán 2017). Bókin vakti mikla athygli og umræður, en undir áhrifum hennar voru breytingar gerðar á eftir- liti með matvælaiðnaðinum þar vestra. Stefán Pálsson fullyrðir ekki um rittengsl eða áhrif en segir þó að „líkindin séu talsverð“ (Stefán s.st.). Enginn vafi leikur á því að Halldór Kiljan Laxness þekkti þessa skáldsögu vel og var ákaflega hrifinn af Sinclair og málflutningi hans. Og bókin hafði komið út á íslensku í styttri útgáfu, Á refilstigum (Sinclair 1914). Ekki fer á milli mála að verk Halldórs er mjög ólíkt sögu Sinclairs. Allt yfirbragð og frásagnarháttur eru ólík. Umhverfi og samfélag eru alveg úr andstæðum áttum, lífshættir og siðvenjur. En mannfólkið elur sams konar drauma með sér og mætir margvíslegu mótlæti sem er sama hvarvetna og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.