Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 98
J ó n S i g u r ð s s o n 98 TMM 2017 · 4 birtist þannig í báðum verkunum. Misneyting, fantaskapur og óréttlæti hrópa af blaðsíðunum. Niðurlæging og harmar eiga svipaðar raddir. Margt er sambærilegt: öryggisleysi, hungurmörk, bótalaus slys, öreigar á förum, barátta fyrir húsnæði og atvinnutekjum, ömurleg aðstaða og varnarleysi kvenna, og fleira mætti telja. Í verki Sinclairs eru langir kaflar með sam- félagsúttektum og gagnrýni. Því er lýst hvernig fólkið brotnar smám saman niður: „sál einskis þeirra var dauð en aðeins sofnuð“ (Sinclair 1974:165; þýtt hér). „þau höfðu tapað leiknum, þeim var fleygt úr vegi“ (Sinclair s.st.; þýtt hér). Og Sinclair skilgreinir sósíalismann eins og hann var boðaður fyrir daga lenínismans (Sinclair 1974:400–409), gerir grein fyrir vinnuvirðiskenningu og mati á vinnuframlögum (Sinclair 1974:404) og hann rekur efnahagskenn- ingar (Sinclair 1974:72). Fróðlegt er á nýrri öld að lesa þarna um einkenni stjórnleysisstefnu, róttækustu samvinnustefnu og syndíkalisma. Sögulokin í verki hans lýsa síðan sigurgleði eftir kosningar í Chicago. Þrátt fyrir ólík einkenni verkanna má segja að margvísleg efnisleg og hug- sjónaleg áhrif séu í verki Halldórs frá verki Sinclairs. Í langflestum atriðum eru það þó samsvaranir af almennum toga. En í báðum verkunum er hæðst að viðurkenndum almennum sjónarmiðum. Í báðum verður Kristur tákn gegn spilltri og misnotaðri kristni. Í báðum er níðst á lítilmagna. Og í báðum er hlutur alþýðukvenna hörmulegur. Þegar eiginkonan liggur fyrir dauðanum af barnsförum segir ein konan við Jurgis að „þetta væri hlutskipti konunnar í lífinu“ (Sinclair 1974:217; þýtt hér). Og þegar Jurgis Rudkus er dæmdur eru það „þeirra lög“ (Sinclair 1974:193; þýtt hér). Undir lokin í báðum verkunum er boðun og fræðsluefni um stjórnmálahugsjónir, ranglæti valdhafa og auð- stéttar og bent til farsælla framtíðarlausna jafnaðar og samhyggju. Í báðum verkunum hefur fræðslan mikil áhrif. Á einum stað í verki Sinclairs má finna beina fyrirmynd. Jurgis Rudkus kemur heim úr fangelsi og konan liggur á sæng í fæðingu. Hann hrópar: „En þetta er ekki réttur tími!“ (Sinclair 1974:216; þýtt hér). Það liggur á milli orða og lína að annar á barnið sem eiginkonan berst við að fæða. Lýsing Halldórs á brottför Bjarts frá Rósu minnir á margt hér (H 2011:131). Í sögu Sinclairs lifir hvorugt af, móðir eða barn. Og lýsingin á Madame Haupt skottulækn- ingaljósmóður er óhugnanleg þótt hún reynist viljugri til aðstoðar en fyrst lítur út fyrir. Hún minnir í viðmóti og orðum allmjög á Guðnýju ráðskonu (H 2011:171). IX Halldór Kiljan Laxness hefur staðfest að Sjálfstætt fólk birtir víðtæk áhrif frá skáldverki norska rithöfundarins Knuts Hamsun (1859–1952), Gróðri jarðar (Markens grøde) sem út kom 1917 (Hamsun 1917, 1976; sjá m.a.: Vésteinn 1983:29–30; Gunnar 2009). Reyndar var þetta mat margra lesenda verksins alveg frá frumútgáfu. Fyrir þessa skáldsögu hlaut Hamsun Nóbelsverðlaun
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.