Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 125
„Vi ð v i l d u m b y l t i n g u “ TMM 2017 · 4 125 fullkomlega. Draumar um frelsi og lausn úr hvers kyns áþján gjörbreyttu mörgum þá þegar. S.: Þú mótmæltir sjálfur ásamt fleirum í Nanterre í maí 1968 því að kynin væru aðskilin á stúdentagörðunum – ekki rétt? Cohn-Bendit: Jú, stúdentarnir af báðum kynjum bundu enda á þessa aðgreiningu. Við risum upp gegn siðferði og lífsmáta sem við höfðum fengið í arf og kærðum okkur ekki um. Ef einhver á þessum árum leigði ógiftum manni út herbergi í Þýskalandi og sá hinn sami fékk heimsókn konu eftir klukkan 10 að kvöldi gerði leigusalinn sig sekan um saurlífismang sem var refsivert. Hugsiði ykkur! S.: Á þessum tíma fór sú skoðun að ryðja sér til rúms að í raun væri borgaralegt siðferði kynferðislega þjakandi fyrir fólk og einnig börn og kynvitund þeirra ætti að fá að þróast með frjálsum hætti. Þegar þú sagðir í bók þinni Der grosse Basar: „Stöðugt daður mitt við öll börn fékk brátt á sig erótískan blæ,“ varstu sakaður um að vera barnaníðingur og þessar hugrenn- ingar komu þér í koll. Cohn-Bendit: Við vildum brjóta á bak aftur hið bælandi siðferði sem þá var ríkjandi. Í okkar augum var hjónabandið þvingandi, einnig hið hefð- bundna samband kynjanna og hinir ströngu uppeldishættir sem tíðkuðust. Og við vorum áhyggjulaus. Og áhyggjuleysi táknaði einmitt ekki að maður hefði rétt fyrir sér. En ef maður ætlar sér að vega og meta allar hugmyndir og virða öll sjónarmið og jafnframt að hafa fyrirfram málamiðlun í huga þá gerir maður enga uppreisn. Ég var aldrei barnaníðingur; hvorki foreldrar né börnin á barnaheimilinu, sem ég vann á um þessar mundir, hafa haldið því fram. En þegar ég lít til baka verð ég að játa að ummæli mín í Grossen Basar voru heimskuleg og óábyrg. S.: Hafa þessar ásakanir valdið þér óþægindum? Cohn-Bendit: Þær hentuðu mjög vel á kosningatímum til þess að vekja andúð á Græningjum. Ég hafði á tilfinningunni að þær væru tæki í höndum hægri manna til þess að kveða 68-kynslóðina endanlega í kútinn. Eftir for- skriftinni: Þar náðum við loks taki á honum. Ég var aldrei kommúnisti, þar höfðu hægri mennirnir ekkert á mig. Ég hafði heldur aldrei mælt ofbeldi bót. Það sem er hins vegar merkilegast í þessu sambandi er að þegar bók mín kom út árið 1975 hafði ekki nokkur maður æst sig upp vegna þessara hneykslan- legu orða, hvorki SPIEGEL né Bild, né heldur kaþólska kirkjan, enginn. S.: Nú á dögum átta menn sig betur á hættu á kynferðislegri misnotkun á börnum. Cohn-Bendit: Augljóslega og það er auðskilið að allt sem lýtur að börnum og kynlífi er metið á allt annan hátt en árið 1975. Frómt frá sagt hef ég litið á tilraunir til þess að gera mig að barnaníðingi beinlínis sem lið í að gera út af við mig. Ég hef spurt mig hvort við á sjöunda áratugnum höfum kannski líka haft slíka tortímingarhvöt gagnvart pólitískum andstæðingum. Snýst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.