Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 132
132 TMM 2017 · 4
Einar Már Jónsson
Múrarinn
Þegar sagnfræðingar tvíhenda sína
breiðu og mjóu pensla til að draga upp
mynd af horfnum tíma, útmála þá
brokkgengu atburði sem á því méli
hringveltust um sviðið, teikna stífudans
hugmyndanna bæði hlutrænt og
abstrakt, bregða upp kraftbirtingum
eyðileggingar og nýsköpunar, og sýna
jafnframt, eins og í spegilmynd, við-
brögð einstaklinga eða þá alls almenn-
ings við þessum sjónhverfingum líðandi
stundar, komast þeir gjarnan að þeirri
niðurstöðu að samtímamennirnir hafi
ekki skilið mikið af því sem þá var á
seyði, þeir hafi túlkað það og metið
ranglega og gert sér hugmyndir sem
síðan reyndust rangar, jafnvel ekki einu
sinnu tekið eftir atburðum sem seinni
tíma mönnum þóttu boða þáttaskil. Það
þykir í frásögur færandi ef einhver
hugsandi maður gerir sér fulla grein
fyrir því sem er að gerast á hans tímum.
Um þetta má nefna ýmis dæmi bæði í
smáu og stóru. Kannske finnst mönnum
ekki mikið mark takandi á orðum
gömlu konunnar sem heyrði frá því sagt
1914 að Þjóðverjar æddu yfir Belgíu með
stefnuna í átt að Frakklandi og mælti þá:
„Þetta endar með því að þeir drepa ein-
hvern.“ En yngri menn og skarpari eru
heldur ekki alltaf miklu glöggsýnni eins
og dæmi franska bréfritarans Madame
de Sévigné á 17. öld er til vitnis um, en
hún leit svo á að súkkulaðidrykkja væri,
eins og vinsældir harmleikjaskáldsins
Racine, tískufyrirbæri sem myndi senn
hverfa af sjónarsviðinu og falla í
gleymsku. Eitthvað svipað var sagt um
tónlist Bítlanna í mínu ungdæmi: „þetta
er engin tónlist heldur bara hávaði“,
menn bjuggust við að hún myndi
hljóðna með nýrri hártísku. Í gamalli
kennslubók í hljómfræði var nemendum
eindregið ráðlagt að grandskoða útsetn-
ingar Bachs á sálmalögum, „þær verða
jafnan fyrirmynd þegar hinar löngu og
drungalegu tónsmíðar hans sem tískan
hampar nú eru öllum gleymdar“, sagði
höfundur. Abstrakt málarar og fylgjend-
ur raðtækni í tónlist litu hins vegar svo
á að þeir væru tímamótamenn að leggja
drög að alveg nýjum stefnum í list fyrir
komandi tíma, menn með þekkingu á
sveiflum tónlistarsögunnar reiknuðu út
að hin strangasta raðtækni hlyti að
verða ríkjandi langt fram eftir 21. öld,
eftir það færi hún kannske að verða eitt-
hvað sveigjanlegri. Menn krotuðu ártöl
á töflu til að sanna það: þau sýna, börn-
in góð, að það verða jafnan mikil enda-
skipti á tónlist á þrjú hundruð ára fresti,
1300 … 1600 … 1900 …, „art nouveau“,
„nuove musiche“, „musica nova“ …
Þetta gildir ekki síður þegar stærri og
dramatískari atburðir eru að gerast. Á
tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar
báðir aðilar drápu mann og annan svo
bragð var að, var sú kenning útbreidd að
þessi hildarleikur væri „stríð til að binda
enda á öll stríð“, semsé að fyrir 1914
hefðu verið mörg óútkljáð mál í Evrópu
sem styrjöldin myndi gera upp, eftir það
væru engin deilumál eftir og þá myndi
vera friður um aldur og ævi, engar
landamæraþrætur né rígur milli þjóða.
Síðan var því trúað að Versalasamning-
arnir 1919 væru það lokauppgjör sem
menn hefðu beðið eftir. Það þurfti sér-
staklega glöggan mann, John Maynard
H u g v e k j a