Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 134

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 134
H u g v e k j a 134 TMM 2017 · 4 einum þóknast – nú þegar eru komnar fram á sjónarsviðið frumgerðir af gervi- konum, með eða án duttlunga, sem bráðum getur hafist fjöldaframleiðsla á; önnur módel eru í bígerð. En þessi hugsun rekst á þá staðreynd, sem menn sjá ekki eða loka jafnvel aug- unum fyrir, að í veröldinni neðantungls er aldrei neitt „komið til að vera“. „Le monde est une branloire perenne“, sagði sá vísi Montaigne, „heimurinn er eilíflega á rokki og róli“. Það verða snögg umskipti sem enginn sá fyrir, kannske svo hriktir í öllum meginstoðum, – Hitler á að hafa sagt árið 1935 „eftir tíu ár munu Þjóðverjar ekki þekkja föður- land sitt aftur“. Og þessi forspá rættist óneitanlega, en engan hefði þá órað fyrir því með hvaða hætti það myndi verða. Eitthvað gerist sem enginn ímyndaði sér að gæti gerst. Það er þeim mun erfiðara að skynja þessar sveiflur þegar þær eru að fara í hönd að merkin um þær eru oft svo lítil, eða jafnvel lítilfjörleg, að enginn getur komið auga á þau, og skal nú nefna eitt dæmi um slíkt. Einhvern tíma á áttunda áratug síð- ustu aldar vildi svo til að Simone Veil, þáverandi heilbrigðisráðherra Frakk- lands, átti að leggja hornstein að nýju sjúkrahúsi, að viðstöddum fréttamönn- um og myndatökumönnum sjónvarps. Verk af þessu tagi reynast stjórnmála- mönnum oft erfið raun, þeir standa eins og þvörur frammi fyrir múrskeið og steypu og vita ekkert í sinn haus hvað þeir eiga eiginlega við þetta að gera, – þeir vissu varla að neitt svona lagað væri til, enn síður til hvers það væri. En nú sté Simone Veil út úr bílnum, klædd í laxbleika dragt, gekk rösklega að áhöld- unum og handlék múrskeiðina eins og þaulvanur múrarameistari, það var eins og hún hefði aldrei gert neitt annað í líf- inu. Einhver viðstaddra sagði furðulost- inn utan myndar: „Þú hefur strax talsverða tækni!“ Eins og til að staðfesta þetta var myndavélum sjónvarps beint að áhöld- unum, og sýndu þær nú hendur kon- unnar að hræra í steypunni. “Ég hef nú gert þetta áður, þú veist,“ sagði heilbrigðisráðherrann. Myndavélunum var nú snarlega beint að andliti hennar, og hún hélt áfram: „Ég gerði það í fangabúðum, og þess vegna kann ég til verka,“ – röddin utan myndar rak upp undrunaróp – „þetta var mitt starf.“ Atvikið varð ekki lengra. En þarna hafði Simone Veil sagt nokkuð sem þá var ekki í hámæli. Menn þekktu vissu- lega söguna af fangabúðum nasista, en einkum þær sem menn úr andspyrnu- hreyfingunni og andstæðingar nasista voru geymdir í, um útrýmingarbúðir og helför Gyðinga var varla rætt, sárafáir höfðu enn lesið bækur eins og Ef þetta er maður, eftir óþekktan ítalskan efna- fræðing, Primo Levi, og þeir sem höfðu sloppið létu ekki mikið á sér bera. Og nú fékk almenningur allt í einu að heyra, í fyrsta skipti, að heilbrigðisráðherrann hafði einu sinni verið lítil Gyðinga- stúlka, þá Simone Jacob, í útrýmingar- búðum nasista í Auschwitz, þar sem hún hafði verið sett í vinnu við að lengja brautarpallinn fyrir lestir sem voru að koma með fanga. Hún varð að læra handbragðið skjótt og vera dugleg, ann- ars var það gasklefinn sem beið hennar. Að þessu bjó hún enn þegar hún var komin í laxbleika dragt. Þessi saga var rifjuð upp nýlega, þegar Simone Veil andaðist í hárri elli, og Frakkar sameinuðust um að votta henni virðingu sína. En þá bentu menn á að þessar fáu sekúndur í sjónvarpssendingu hefðu verið vatnaskil, eftir það opnaðist fyrir frásagnir af helför Gyðinga, rit Primo Levi varð metsölubók, fjölda- margar bækur komu út um örlög Gyð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.