Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 140

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Síða 140
U m s a g n i r u m b æ k u r 140 TMM 2017 · 4 menn líka á mátt orðsins í allrahanda gjörningum. En heimsmynd Barokk- tímans var hins vegar vélræn, heimur- inn var eins og einhvers konar sigurverk þar sem enginn hlutur gat haft nein áhrif nema með snertingu, líkt og tann- hjól og reimar, það var ekki, og gat ekki verið, nein actio in distans (reyndar var kenning Newtons að vissu leyti brot gegn þessari meginreglu, en fyrir því lokuðu menn augunum vegna þess hve máttugt skýringartæki hún var). Innan þessa ramma trúðu menn líka á kraft orðsins, en nú í lýsingum á fyrirbærum. Enginn getur lengur fullyrt á okkar dögum að þessi vélræna heimsmynd sé endanleg og fullgild lýsing á alheimin- um og muni ekki haggast, þvert á móti eru ýmsir brestir komnir í hana, henni hefur verið breytt á ýmsum sviðum og ekki eru öll kurl komin til grafar. Þess vegna eru ýmsir farnir að huga betur að fyrri heimsmyndum sem hafnað hefur verið, svo og heimsmyndum fjarlægra þjóða, tao og öðru. Kannske væri rétt í leiðinni að líta betur á fræði Jóns en menn hafa hingað til gert, a.m.k. sýna þeim þann sóma að gefa þau út í aðgengilegum útgáfum, helst með skýr- ingum. En mér finnst samt að þessi umskipti, hversu róttæk sem þau voru, nægi ekki til að útskýra það illa rykti sem Jón fékk bæði í samtímanum og eftirtímanum, né heldur þær ofsóknir sem hann varð fyrir. Þar kemur eitthvað annað til, og vildi ég í því samhengi nota orð sem nú þykir óviðurkvæmilegt og menn forðast að taka sér í munn, og það er orðið stéttabarátta. Um langt skeið hefur það haft þrönga merkingu, það er takmark- að við verklýðsbaráttu, verkföll og slíkt, og í þeim skilningi hefur því verið vísað á bug sem ónothæfu hugtaki og stund- um reynt að gera það hlægilegt. En það liggur í hlutarins eðli að það hefur víð- ari merkingu og táknar ekki síst – og kannske fyrst og fremst – aldalanga bar- áttu yfirstéttar gegn lægri stéttum, kúgun hennar, gripdeildir og rán. Og það er slík stéttabarátta sem hefur lengst af mótað söguna. Um langt skeið lögðu menn ekki niður vinnu til þess að krefj- ast betri launa, verkföll voru ekki síst gerð til að mótmæla launalækkunum. Hliðstæð dæmi um þetta má finna á Íslandi og Englandi á þessum sama tíma. Á Englandi stóð þá yfir sú þróun sem kennd hefur verið við „enclosures“, eða „girðingar“, og kallað hefur verið „stéttarán“ í stórum stíl, „class robbery“. Það fólst í því að landeigendur sem áttu stórar jarðir fóru að heimta að almenn- ingi, sem allir bændur áttu í samein- ingu, væri skipt milli bændanna og færi hlutur hvers og eins eftir stærð þeirrar jarðar sem hann átti. Undirrótin var sú að menn höfðu uppgötvað að ull var orðin svo verðmæt að það borgaði sig betur að breyta jörðunum í beitiland en nota þær fyrir kornrækt. Við þetta fengu smábændur, sem höfðu ekki síst treyst á afnotin af þessum almenningi til að geta komist af, svo lítið í sinn hlut að þeir gátu ekki lengur lifað á sínum búskap og flosnuðu því upp, oftast slyppir og snauðir, þeir urðu að láta stórbændunum jarðirnar eftir, venjulega fyrir lítið. Þannig jókst fátækt til muna í landinu, þessi þróun var þjóðfélagsböl sem yfirvöld reyndu í fyrstu umferð að berjast gegn, þótt stefnan yrði síðar önnur. Á Íslandi var svo komið að fáeinar ættir réðu nánast öllu, og þótt ekki væri hægt að flagga neinni efnahagslegri réttlætingu fyrir því, reyndu þær að sölsa undir sig sem flestar jarðir, af hreinni og blygðunarlausri græðgi að því er virðist. Öll meðöl voru notuð, í erfðamálum gátu höfðingjar beitt dóm- stólum til að dæma sér í vil, stórhöfð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.