Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 142

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 142
U m s a g n i r u m b æ k u r 142 TMM 2017 · 4 kveðskap sínum, og það sem kannske var allra verst, hann sá fyrir sér að þessu ástandi myndi um síðir ljúka: Hvað sér þú meira maður? Mildari upp kemur öldin, Langt er þó að líta þangað. Ljótt er ei nærri flótta. Og þegar þar að kemur er úti um yfir- gang höfðingjanna: alfríið dregur þá halann. Hefur þessi forspá ræst? Það held ég varla. En þetta var allavega eins og að veifa rauðri dulu framan í tudda yfir- stéttarinnar, og þess hefur Jón goldið allt til vorra daga. En við lestur þessarar merku æfisögu kemur í ljós að sú er bókin meiri sem glósa þarf en hin sem rituð er. Úlfhildur Dagsdóttir Eyðiland Sigríður Hagalín Björnsdóttir: Eyland, Benedikt, 2016 Kristján Atli: Nýja Breiðholt, Draumsýn, 2016 Heimsendir nýtur afskaplega mikilla vinsælda um þessar mundir – eins og reyndar jafnan, því ef bókmennta- og listasaga síðustu aldar er skoðuð ein- kennist hún mjög af heimsendum og má auðveldlega rekja þennan áhuga langt aftur í aldir. Birtingarmyndir heimsend- is í trúarbrögðum hafa til að mynda löngum þótt sérlega spennandi. Það virðist láta mannkindinni vel að ímynda sér hrun eigin siðmenningar og sína eigin gereyðingu. Fyrri heimsstyrjöld markaði ákveðið upphaf á heimsendisgleði síðustu aldar sem jókst til muna eftir þá síðari og hélst nokkuð stöðug fram að aldamót- um í krafti kjarnorkuváarinnar. Aðdragandi aldamótanna hristi og hrærði verulega upp í heimsendisspá- mönnum og ný öld hefur tekið heims- endinum fagnandi með aukinni vitund um loftslagsbreytingar, sem gefa kjarn- orkunni hvergi eftir í markvissri eyð- ingu samfélags og náttúru. Hrun siðmenningar hefur lengst af verið viðfangsefni bókmennta- (og kvik- mynda)greina sem hafa ekki talist til fagurbókmennta – vísindaskáldskapar, hrollvekju og fantasíu – þó vissulega hafi nokkrar þessar náð að brjótast út úr viðjum bókmenntastofnunarinnar og komast á stall sem klassísk verk. Nægir þar að nefna hið fræga tvíeyki Aldous Huxley (Veröld ný og góð, 1932) og George Orwell (1984, 1949) frá fyrri hluta tuttugustu aldar og bækur Marg- aret Atwood (t.d. Saga þernunnar, 1985) frá síðari hlutanum. Allar teljast þessar sögur til dystópískra bókmennta, verka sem lýsa því mögulegri framtíð sem er þveröfug við besta heim allra heima útópíunnar. Sögur Huxley og Orwells eru skrifaðar í kjölfar samfélagslegra hruna, kreppu, stríða og fasisma og bók Atwood kemur út þegar óttinn við kjarnorkueyðingu kalda stríðsins var orðinn viðvarandi. Þrátt fyrir hin æsispennandi Ragna- rök í norrænum sögum hefur ekki mikið borið á heimsendisbókmenntum innan íslenskra bókmennta. Síðustu árin hefur þó verið bætt úr þessu, sem dæmi má nefna endalokaseríu mynda- söguhöfundarins Hugleiks Dagssonar sem hófst með Opinberun árið 2012, en sú saga er byggð á Opinberunarbók Biblíunnar. Nýr heimsendir hefur svo birst árlega. Á síðasta ári komu út fimm
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.