Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 65
I. Árferði og almenn afkoma.
Tíðarfar var yfirleitt óhagstætt nema helzt mánuðina júní til október
sunnan- og vestantil á landinu. Loftvægi var 1,9 mb yfir meðallagi ár-
anna 1931—1960. Hiti var 1,1° undir meðallagi áranna 1931—1960.
Kaldast var í innsveitum á Norður- og Austurlandi, hiti l1//—2° undir
meðallagi, en mildast suðaustanlands og við vesturströndina tæplega
1° kaldara en í meðalári. Árssveifla hitans var mest 16°—18° í inn-
sveitum á Norðaustur- og Austurlandi. Suðvestanlands var hún víð-
ast 12°—14°, en með ströndum fram á Vestfjörðum austur og suður
til Suðausturlands 10°—12°. Febrúar var kaldasti mánuður ársins.
Sjávarhiti var 0,4° undir meðallagi. tJrkoma var 90% af meðal-
úrkomu áranna 1931—1960 á landinu öllu. Sólskin mældist 1541 klst.
í Reykjavík, og er það 293 klst. umfram meðalkg áranna 1931—1960.
Á Reykhólum mældust 1284 klst. og á Akureyri 916 klst., sem er 46
klst. minna en í meðalárferði.
Veturinn (desember 1965—marz 1966) var óhagstæður nema vest-
anlands fram um miðjan janúar. Hiti var 1,9° undir meðallagi, og
norðanlands er þetta kaldasti vetur frá 1918.
Voriö (apríl—maí) var fremur hagstætt framan af, en kalt, er á
leið. Hiti var 0,6° undir meðallagi.
Sumarið (júní—september) var óhagstætt norðanlands og austan
nema júnímánuður, en lengst af fremur hagstætt sunnan- og vestan-
lands. Hiti var 0,3° undir meðallagi.
Haustið (október—nóvember) var óhagstætt nema fyrri mánuður-
inn sunnanlands og vestan. Hiti var 1,9° undir meðallagi.1)
Árið markaði tímamót í efnahagsþróuninni. Eftir hið öra vaxtar-
skeið næstu fjögurra ára á undan varð þjóðarbúið fyrir ýmsum áföll-
um, sem drógu mjög úr hagvexti það ár, en komu fram með auknum
þunga síðar. Þorskaflinn minnkaði um 11,1%, en afli síldar og loðnu
jókst um 10,2%. Samsetning aflans varð óhagstæðari, þannig að heild-
araflaverðmætið á föstu verðlagi lækkaði um 2%, þrátt fyrir það að
heildaraflinn jókst um 3,9%. Mikil verðlækkun varð á síldarlýsi og
nokkur á mjöli, og lækkun varð á verði frystra fiskafurða síðari hluta
ársins. Þjóðarframleiðslan er talin hafa aukizt um 4,2% frá árinu á
undan, en viðskiptakjör gagnvart útlöndum héldust svo til óbreytt að
uaeðaltali frá fyrra ári. Aukning meðalmannfjölda ársins nam 1,7%,
°g jókst þjóðarframleiðslan á mann því um 2,5%. Heildarverðmæti
’) Tekið upp úr Veðráttan, ársyfirliti sömdu á Veðurstofu íslands.