Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 130
1966
— 128 —
ur nú hafizt handa um að safna fé til byggingar heimilis fyrir tauga-
veikluð börn.
Mæðrastyrksnefnd, starfrækir sumarheimilið Hlaðgerðarkot í Mos-
fellssveit fyrir mæður og börn úr Reykjavík og úthlutar gjöfum.
Náttúrulækningafélag Islands. Er landssamband með deildum úti um
land. Starfrækir heilsuhæli í Hveragerði. Gefur út tímaritið Heilsu-
vernd.
Rauði Kross Islands. Er landssamband með deildum úti um land.
Rekur tvö sumarheimili, að Laugarási í Biskupstungum og Efri-Brú
í Grímsnesi, auk annarrar hjálparstarfsemi á innlendum og erlend-
um vettvangi. Gefur út tímaritið Heilbrigt líf.
Samband íslenzkra berklasjúklinga starfrækir vinnustofur í Múla-
lundi við Ármúla 16 fyrir fyrrverandi berklasjúklinga og fleiri, sem
eru öryrkjar af ýmsum ástæðum. Rekur vinnuheimili að Reykjalundi
í Mosfellssveit og að nokkru leyti í Kristneshæli og á Isafirði ásamt
Sjálfsbjörg þar.
Sjálfsbjörg er félag fatlaðra og starfar um allt land. Félagið berst
fyrir endurbótum á húsnæðis- og tryggingarmálum öryrkja. Það veitir
styrki til þjálfunar sjúkraliðs. Vinnur að því að koma upp byggingu,
þar sem í er allt í senn: vistheimili, öryrkjavinnustofa og æfingastöð.
Gefur út tímaritið Sjálfsbjörg.
Slysavarnafélag Islands. Er landssamband með deildum úti um land
og starfar nú einnig jöfnum höndum í félagi við þau samtök, sem
kölluð eru „Varúð á vegum“. Björgunarsveitir félagsins eru ávallt
reiðubúnar, þegar slys verður, hvort sem er á sjó eða landi. Félagið
hefur á prjónunum mjög mikilsvert mál, tilkynningarskyldu skipa.
Gefur út árbók.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaöra rekur æfingastöð að Sjafnargötu
14 og sumardvalarheimili fyrir 44 börn að Reykjadal í Mosfellssveit.
Styrlctarf'élag vangefinna starfrækir dagheimili fyrir 48 vangefin
börn og unglinga að Lyngási, Safamýri. Veitir styrki til sérnáms hjúkr-
unarfólks.
Thorvaldsensfélagið safnar nú fjármunum til þess að byggja nýja
deild fyrir börn á aldrinum 2—3*4 árs við Vöggustofu þá, sem félagið
hefur þegar gefið Reykjavíkurborg.
Vernd. Markmið félagsins er að hjálpa refsiföngum á margvíslegan
hátt, meðan á fangelsisvist stendur og eftir að henni lýkur. Rekur
vistheimili í Grjótagötu 14A og 14B með 17 karlaplássum. Félagið
gefur út ritið Vernd.
Vorboðinn er sjálfstæð stofnun, sem á bak við standa Verkakvenna-
félagið Framsókn og Mæðrafélagið. Starfrækir sumardvalarheimili
fyrir börn í Rauðhólum.