Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 98
1966
96 —
D. Geðsjúkdómar. Áfengis- og deyfilyfjasjúklingar.
Töflur XV, XVI.
Á geðveikrahælunum lágu 1228 sjúklingar á árinu, en læknar telja
fram 193 geðsjúklinga á árinu utan Reykjavíkur, 66 áfengissjúklinga
og 5 deyfilyfjaneytendur (einnig utan Reykjavíkur). Þó að tölur þess-
ar séu birtar að gamalli venju, gefa þær enga hugmynd um raunveru-
lega tíðni þessara sjúkdóma.
Rvík. Enn er ekki að fá nákvæma skráningu eða greiningu sjúklinga
undir þessum lið, nema að því er varðar vistaða sjúklinga. Með hlið-
sjón af dánarmeinaskýrslum, og ennfremur ef haft er í huga, hversu
oft verður að kalla lækni til umsagnar um ástand fólks, sem valdið
hefur umferðartruflunum, en er ekki undir áfengisáhrifum, heldur ann-
ars konar áhrifum, má telja, að í vöxt fari neyzla deyfilyfja, eða öllu
heldur misnotkun ýmissa taugalyfja og svefnlyfja.
Stykkishólms. Tveir héraðsbúar hafa að undanförnu notað barbítúr-
sýrulyf sem nautnalyf.
Ólafsfj. Drykkjuskapur svipaður og almennt gerist.
Akureyrar. Fjöldi áfengissjúklinga er hér alltaf nokkuð svipaður.
Deyfilyfjaneytendur eru fáir.
Raufarhafnar. Nokkuð ber á misnotkun áfengis, þó að ekki verði taldir
nema þrír áfengissj úklingar.
E. Atvinnusjúkdómar.
TSflur XV, XVI.
Með atvinnusjúkdóma eru taldir 22 sjúklingar utan Reykjavíkur,
allt karlar.
Rvík. Atvinnusjúkdómadeild H. R., sem er undir stjórn og starf-
rækslu aðstoðarborgarlæknis og starfar í nánu sambandi og samvinnu
við heilbrigðiseftirlitið, hafði á þessu ári 56 manns úr ýmsum starfs-
greinum til rannsóknar. Rannsakaður hefur verið hópur manna,
sem unnið hafa með blý, og athugað hjá þeim blýmagn í
blóði og þvagi. Rannsókn leiddi í Ijós allhátt blýmagn hjá nokkrum
þeirra, án þess að um bráð sjúkdómseinkenni væri að ræða. Heil-
brigðiseftirlitið fór oft á þessa vinnustaði og gerði eftir atvikum
tillögur um bættar starfsaðstæður og starfsháttu, sem jafnskjótt var
tekið til greina og bætt úr. Einnig var brýnt fyrir starfsfólki ýtrasta
hreinlæti. Endurteknar rannsóknir sömu manna leiddu í ljós ört þverr-
andi blýmagn, og hefur verið fylgzt með þeim síðan. Hópar úr ýmsum
greinum efnaiðnaðarins voru og rannsakaðir, t. d. hjá olíufélögum og
fatahreinsunum. Á nokkrum síðast töldum stöðum fannst trichlor í
þvagi hjá helmingi starfsfólks. Á þessum stöðum fann heilbrigðis-
eftirlitið leka frá hreinsivélum, og var það lagfært. Einnig kom í ljós,