Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 181
179 —
1966
nákvæma grein hann geti gert fyrir hlutunum, fer út í að segja frá í
nákvæmum smáatriðum, þar sem hann er ekki beðinn um nema stærstu
línurnar. Hann veitir yfirleitt greið svör. Ekki er að finna neina hugs-
anatregðu hjá honum, er t. d. bendi á þunglyndi. Hann er ekki hald-
inn neinum ranghugmyndum eða ofskynjunum, og ekkert bendir til
þess, að hann hafi verið það. Yfirleitt finnst ekki neitt það hjá honum,
er gefur grun um neina geðtruflun. Hann virðist í góðu meðallagi
gefinn og veit fullkomlega af því. Hann lítur sýnilega allstórt á sig.
öll viðhorf hans eru mjög sjálfsmiðuð, og þessi ósköp, sem yfir hann
hafa dunið, það sem honum hefur orðið á, virðist lítt hafa hróflað við
sjálfsmati hans. Hann leitast enda við að finna skýringuna, sökina á
verknaði sínum, hjá öðrum en sjálfum sér. Viðkvæmni hans og tár
virðast yfirleitt tilkomin af því, að hann er hnugginn yfir því, hve
illa komið er málum fyrir honum, vorkennir fjölskyldu sinni að von-
um og sjálfum sér mjög. En það virðist liggja honum þungt á hjarta
öðru fremur, að sýnt verði fram á, að hann hafi verið órétti beittur
hjá F. 1., að hann fái uppreisn „starfsæru“ sinnar.
Til þess að fá yfirsýn yfir persónugerð G. og viðbrögð frá sem flest-
um sjónarmiðum eru gerð á honum sálfræðileg próf. (...., sálfr.).
Greindarvísitala reyndist 115. Greindarprófið sjálft bendir til út-
hverfs persónuleika. G. heimfærir svör sín alloft upp á sjálfan sig eða
eigin reynslu, og er það talið benda til sjálfsmiðunar. I persónuleika-
prófi Rorschachs kemur fram takmarkað kvíðaþol og árásarhneigð í
viðbrögðum við þær aðstæður. Talsverður fjöldi heildarsvara ber vott
um mikinn metnað, sem hann getur ekki fylgt eftir vegna ósamræmis
við getu, þ. e. litla sköpunarhæfileika og skapgerðarveilur. Sjálfsmynd
hans er nokkuð stór, hann líður ekki af minnimáttarkennd. Hann er
sjálfsmiðaður í viðhorfum og tillitslítill. Hann hefur lélega stjórn á
hvötum sínum og geðshræringum. 1 niðurstöðum úr prófunum í heild
segir: Rannsókn leiðir í ljós, að hann er vel gefinn og nýtist vel af
greind sinni í daglegu starfi. Hins vegar eru persónuleiki og skapgerð
gölluð. Hann er sjálfsmiðaður og tillitslítill, hefur lítið kvíðaþol og
litla stjórn á hvötum sínum og löngunum. Tilfinningalíf labilt og ber
vott um hysteroid persónuleika. Hann hefur til að bera mikinn metnað
og hefur hátt mat á sjálfum sér, en ekki getur hann framfylgt metn-
aðinum vegna skapgerðartruflana, sem áður er lýst. Lendi hvatir hans
og langanir í árekstrum við umhverfisáhrif, er honum tamt að bregðast
við á agressivan hátt, og geta viðbrögð hans orðið hömlulaus og dóm-
greindarlaus. Enda þótt hér hafi verið taldir skýrir gallar og veik-
leikar í skapgerð G., eru þeir fjarri því að veia af mjög alvarlegri
gerð, og er ýmsa sterka þætti að finna í persónuleika G. Hann hefur
nokkra hæfileika til innlifunar og er fær um að tjá djúpar og einlægar
tilfinningar, þótt sjálfsmiðuð viðhorf séu ráðandi í skapgerð hans.
Hann er í eðlilegum raunveruleikatengslum og er fær um að mynda
k.