Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 166
1966
— 164
Framtíðarörorka:
Engin.“
3. Örorkumat Páls Sigurðssonar tryggingayfirlæknis, dags. 6. sept-
ember 1965, svohljóðandi:
„Samkvæmt lögregluskýrslu og læknisvottorðum varð þessi maður
fyrir árás, er hann var að starfi sínu sem leigubílstjóri hinn 16. júlí
1960. I málinu liggja fyrir nokkur læknisvottorð, hið fyrsta frá 17.
júlí 1960, skrifað af .... lækni [í Keflavík], og er það svohljóðandi:
„Þann 17. júlí 1960, kl. 0.15, kemur til mín maður, er nefnir sig G.
Ó-son, kveðst vera fæddur þann 7. ágúst 1927 og vera til heimilis að ....
Kveðst maður þessi hafa orðið fyrir líkamsárás og meiðingum af
völdum amerísks manns eða manna. Kveður hann sig hafa verið bar-
inn í andlitið og einnig sparkað í sig, kveðst einnig hafa hlotið meiðsl
á olnboga hinum hægri. Kveður hann árásina verða um kl. 22 þann
16. júlí 1960.
Við komu er þegar gerð réttarlæknisskoðun á manninum samkvæmt
ósk hans. Kemur þá í ljós, að dálítið blóð er í munni mannsins, og við
eftirgrennslan kemur í ljós, að það kemur frá nokkrum minni háttar
sprungum í tanngarða (efri og neðri) framanverða. Varir eru einnig
ögn marðar.
Hægri olnbogi er skoðaður, og kemur þar í ljós smávægilegur bólgu-
þroti, er maðurinn segir stafa af því, að olnboginn hafi rekizt á í átök-
unum.
Aðra áverka er ekki að finna.
Niðurstaða: Áverkar þeir, er finnast, svara fyllilega til þeirra
áverka, sem maðurinn kveðst hafa orðið fyirir, og geta orsakazt af slíkri
ákomu, er maðurinn lýsir“.
Maðurinn var síðan skoðaður af sérfræðingi í taugasjúkdómum.......
og í vottorði hans 4. maí 1961 segir svo:
,,G. Ó-son, ...., Reykjavík, f. 7. ágúst 1927, hefur verið hjá mér
til rannsóknar og meðferðar undanfarið.
Þ. 16. júlí 1960 var hann barinn í höfuðið. Missti hann e. t. v. með-
vitund mjög stutt. Fékk strax höfuðverk á eftir. Ekki flökurleiki. Hann
var frá vinnu í 20 daga, en hefur síðan unnið annað kastið.
Hann kvartar stöðugt um þyngsli yfir höfði í enni og stundum hnakka.
Hann er auk þess slæmur á taugum og gleyminn.
Hann kveðst áður hafa verið hraustur nema dálítið slæmur á taug-
um.
Rtg. af höfði skömmu eftir slysið sýndi skugga á sinus maxillaris,
og var haldið, að sprunga hefði komið í beinið. Rtg. 7. marz 1961 var
eðlileg.
Skoðun: Eðlilegur í framkomu.
Höfuð eðlilegt. Heilataugar: Finnur lykt verr með h. nös. Augn-
botnar, sjón, ljós og svör þeirra eðlileg. Augnhreyfingar eðlilegar.