Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 183
181 —
1966
umtal. Miðvikudagskvöldið 8. maí eða aðfaranótt hins 9. hitti hann svo
ásamt fleirum þann, sem helzt hafði verið tilnefndur til framkvæmda
í þessu efni, en komst þá að því, að því er hann telur, að ekkert raun-
hæft hafði verið reynt, hvað þá heldur gert. Varð það honum mikið
áfalk og hefur hatrið sýnilega blossað upp í honum, því hann verður
fljótlega viðskila við kunningja sína og fer heim og nær sér í skamm-
byssu, hleður hana og ekur síðan til heimilis J. G-sonar, brýzt inn i
íbúðina og vinnur á honum. Var G. búinn að sitja að sumbli um nótt-
ina og var skv. mælingu á alkóhólmagni í blóði undir tvímælalausum
og sennilega verulegum áfengisáhrifum.
Niðurstaða mín er því: G.F-sen er hvorki fáviti né geðveikur og varla
geðvilltur, heldur ákaflega sjálfmiðaður maður og tillitslítill með all-
áberandi skapgerðargalla, sem þó verða lítt til ásteytingar við eðli-
legar aðstæður vegn-a persónubyggingar, sem að ýmsu öðru leyti er all-
sterk.
Þó að dómgreindarsljóvgandi áhrif áfengis verði almennt ekki reikn-
uð til afsökunar óhæfuverka, skal hér bent á það, að miklar líkur
benda til þess, að G. hafi verið á valdi mjög ofsalegra tilfinninga, er
hann vann á J. G-syni, þó ekki verði séð, að hér hafi beint verið um
,,skammhlaupsverk“ að ræða, unnið í æði. Sennilega hefði hann hins
vegar varla látið koma til þessara framkvæmda nema við sljóvgaða
dómgreind, því svipaðar hugsanir höfðu hvarflað að honum áður, en
hafði verið hrundið frá.
G. F-sen hlýtur því að teljast sakhæfur".
Málit) er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að óskað er umsagnar um álitsgerð Þórðar Möller yfirlæknis, dags. 8.
ágúst 1968, og þeirri spurningu beint til ráðsins, hvort það fallist á
niðurstöðu yfirlæknisins um geðheilbrigði og sakhæfi kærða, G. F-sen.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun lælcnaráðs:
Læknaráð fellst á niðurstöðu Þórðar Möller yfirlæknis um geðheil-
brigði og sakhæfi G. F.-sen, eins og fram kemur í álitsgerð yfirlæknis-
ins, dags. 8. ágúst 1968.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 1. nóv-
ember 1968, staðfest af forseta og ritara 14. s. m. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi Hæstaréttar 18. júní 1969 var ákærður dæmdur í 16 ára
fang-elsi og honum gert að greiða allan kostnað sakarinnar.