Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 141
— 139 —
196G
Eftir kröfu heilbrigðiseftiiiitsins var matvælum eytt á árinu sem
hér segir:
Kjöt ............................ 4018 kg
Epli ............................ 2840 —
Kæfa .............................. 30 —
* Salöt ..................... 32 —
Samtals 6920 kg
Á árinu bárust heilbrigðiseftirlitinu 118 kvartanir. Tilefni þeirra
skiptast í þessa höfuðflokka:
Meðferð matvæla o. þ. h............... 46
Óþrifnaður á lóðum og lendum,
rottugangur ......................... 18
Ólykt, reykur, hávaði ................ 11
Frárennsli .............................. 5
Hollustuhættir á vinnustöðum .... 19
Ýmislegt ............................... 19
Samtals 118
Kvartanir eru mun fleiri en hér er getið, því að einungis það er
skráð, sem heyrir undir verksvið heilbrigðiseftirlitsins. Var það at-
hugað og reynt að fá úrbætur. öðrum kvörtunum var beint til við-
komandi aðila.
Veitinga- og gististaðaeftirlit ríkisins.
Á árinu voru farnar tvær eftirlitsferðir um allt landið, en á þá
staði, þar sem ferðamannastraumurinn var mestur, voru farnar fjórar
og á einstaka stað fimm, t. d. Akureyri, Blönduós, Búðir á Snæfells-
nesi, Bifröst í Borgarfirði, Hótel Borgarnes, Valhöll á Þingvöllum, Hótel
Geysi í Haukadal, Selfoss, Hvolsvöll og LaugarVatn. Ástand gisti- og
veitingahúsa úti á landsbyggðinni hefur tekið nokkrum framförum,
sérstaklega geymsla matvæla, vinnuaðstaða og þrifnaður í eldhúsum.
Nokkrir staðir hafa lagt 1 mikinn kostnað við byggingu frysti- og
kæliklefa svo og til endurbóta á salarkynnum og snyrtingum. Þó eru
snyrtingarnar enn mesta vandamálið vegna sóðalegrar umgengni. Ég
hef í flestum tilfellum haft samband við bæjarfógeta, sýslumann og/
eða héraðslækni í hverju umdæmi, svo og hafa verið haldnir fundir
með mörgum heilbrigðisnefndum í þeim bæjum eða kauptúnum, þar
sem heilbrigðisfulltrúi hefur ekki verið starfandi. í nokkrum tilfellum
virðist sem heilbrigðisnefndir séu óstarfhæfar eða finnist ekki þörf